Margir í VG „með ónot í maganum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. nóvember 2017 08:21 Lilja Rafney Magnúsdóttir hvíslast hér á við Ara Trausta Guðmundsson, samflokksmann sinn, á göngum Alþingis. VÍSIR/Anton Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Engu að síður þurfi að sjá hvað viðræðurnar kunni að hafa í för með sér.Þingflokkur VG ræddi í gærkvöldi hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndurviðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Miklar umræður sköpuðust á fundinum og var honum frest til klukkan til klukkan 13 í dag. Það hafi verið skiljanlegt að mati Lilju.Sjá einnig: Allt í hnút hjá VG „Það eru miklar og góðar umræður í þingflokknum og það er nauðsynlegt í svona stóru máli. Það er ekkert að fara á hliðina í þessu þjóðfélagi. Við þurfum bara að vanda okkur vel þannig að það sem kemur út úr þessum viðræðum verði þá eitthvað sem við getum tekið afstöðu til og metið út frá málefnunum. Þess vegna viljum við Vinstri græn vanda okkur vel, við erum málglöð í þingflokknum og tökum okkar tíma,“ sagði Lilja Rafney í Bítinu í morgun. Aðspurð um hvort það sé hópur innan VG sem vilji alls ekki vinna að meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum sagði Lilja að ljóst væri að skiptar skoðanir væru um málið. „Auðvitað eru margir með ónot í maganum við þessa tilhugsun að fara að vinna með Sjálfstæðisflokknum og skil ég það bara mætavel. Við höfum auðvitað verið á sitthvoru rófinu í stjórnmálum en við höfum líka ábyrgð sem stjórnmálamenn og við gerðum tilraun með þessa fjóra flokka og Framsókn treysti sér ekki lengra í þeim formlegum viðræðum,“ sagði Lilja sem viðurkennir að samstarf með Sjálfstæðisflokknum sé ekki hennar fyrsti valkostur.Sjá einnig: Katrín segir líkur á góðum samningi „Ég get alveg verið hreinskilin með það.“ Hún útilokar þó ekkert í þeim efnum enda verði hún að sjá áður hvað er uppi á borðum áður en hún tekur afstöðu. Stjórnmálamenn þurfi að hennar mati að taka ábyrgð, „vinna vinnuna okkar,“ og skoða þá kosti sem eru í stöðunni. „Við sögðum það fyrir kosningar að við útilokuðum ekki neitt og við erum hvorki búin að útiloka þetta eða ganga inn á eitt eða neitt.“ Hún telur niðurstöður kosninganna bera með sér að kjósendur kalli eftir breyttum vinnubrögðum þingmanna. „Það er ekki hægt að vera í þessum skotgröfum endalaust. Við verðum að reyna að vinna þvert á flokka miklu meira heldur en við höfum gert áður og taka tillit til stjórnarandstöðu hverju sinni.“ Í ljósi þess að VG fékk ekki fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum þurfi „bara vinna úr þeirri stöðu sem er og taka tillit til allra sjónarmiða í þeim efnum og sjá hvað kemur út úr því. Það er bara hlutverk og skylda okkar sem stjórnmálamenn.“ Viðtalið við Lilju má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49 Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15 Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Össur segir prinsipp Vinstri grænna vera komin á brunaútsölu Össur Skarphéðinsson er harðorður í garð formanns og þingmanna VG í færslu sem hann birtir á Facebook. 12. nóvember 2017 10:49
Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. 12. nóvember 2017 11:15
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Fundi VG frestað til morguns Upprunalega stóð til að fundinum myndi ljúka nú í kvöld en hann hófst klukkan í fjögur í Alþingishúsinu og dróst á langinn í kvöld. 12. nóvember 2017 20:47