„Eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning“ Ingvar Þór Björnsson og Samúel Karl Ólason skrifa 12. nóvember 2017 22:31 Miklar umræður sköpuðust á þungum fundi Vinstri grænna í kvöld. Vísir/Stefán Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“ Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs segjast hafa búist við löngum og þungum fundi í kvöld. Eins og Vísir greindi frá var fundi flokksins um hvort hefja ætti formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn frestað til morguns. Þingflokkurinn mun funda aftur klukkan eitt á morgun og taka ákvörðun um framhaldið þá. Aðspurð hvort fundurinn hafi verið þungur segir Katrín Jakobsdóttir svo vera. „Já hann var það. Það eru óneitanlega mörg álitamál uppi og það er mjög eðlilegt að það taki tíma að fara yfir þau,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Þá segir hún að mikil umræða hafi skapast. „Þetta var langur fundur eins og títt er hjá okkur í VG. Við fórum yfir stöðuna í þessum óformlegu viðræðum. Það var mikið talað og á endanum ákváðum við að geyma endanlega ákvörðun um málið til morguns,“ segir hún. Katrín segir að hún horfi á þetta út frá málefnum og eðlilegt sé að láta reyna á hvort hægt sé að ná góðum málefnasamning út úr viðræðunum. „Persónulega horfi ég á þetta út frá málefnum og ég tel að við séum ekki komin með neitt í hendurnar enda eru þetta óformlegar þreifingar. Það er mín sannfæring að það sé eðlilegt að láta á það reyna hvort við getum fengið ásættanlegan málefnasamning út úr þessu. Það er í takt við það sem við sögðum fyrir kosningar. Að við séum reiðubúin að vinna með hverjum sem er út frá málefnagrunni.“Sér ekki tilefni til annars en að halda áfram viðræðumKolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ekki geta talað fyrir aðra flokksmenn en segir að niðurstaðan muni liggja fyrir á morgun. „Mér finnst, eins og við sögðum fyrir kosningar, að við ættum ekki að útiloka neinn flokk. Ég hef ekki séð neitt ennþá sem gefur tilefni til annars en að halda áfram og kanna um hvaða málefni gæti náðst saman,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Segir hann jafnframt að þetta snúi fyrst og fremst um málefnin. „Það þarf að skoða ákveðna hluti betur og við klárum það á morgun.“Steingrímur mun fylgja formanni og þingflokksformanni þétt að málumSteingrímur J. Sigfússon segir að mikil umræða hafi skapast á fundinum og hann hafi tekið langan tíma. Hann og annar meðlimur þingflokksins hafi sótt fundinn í gegnum síma og það hafi verið óþægilegt og jafnvel spilað inn í töfina. Því var hann á leið suður til Reykjavíkur þegar Vísir náði af honum tali. Varðandi sína stöðu sagðist Steingrímur fylgja „mínum formann og þingflokksformanni þétt að málum. Það er ósköp einfalt. Ég styð það sem þær leggja til.“
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira