Eðlilegt að félagshyggjufólk sé efins um ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 11:15 Huginn Freyr Þorsteinsson segir að það sé ekki óeðlilegt að félagshyggjufólk setji spurningarmerki við stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki. Huginn Freyr Þorsteinsson Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar þegar hann gegndi embætti fjármálaráðherra, segir að það sé fullkomlega eðlilegt að félagshyggjufólk sem skilgreini sig vinstra megin á ásnum setji spurningarmerki við það að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Huginn var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og gerði stjórnarmyndunarviðræður að umtalsefni sínu. Hann var spurður út í þá ólgu sem braust út á meðal félagsmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs þegar ljóst var að þreifingar væru á milli VG, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk um stjórnarmyndun. Engin niðurstaða liggi fyrir Hann segir jafnframt að ólgan innan Vinstri grænna sé eðlileg í ljósi þess að flokkarnir hafi tekist hart á í ár og áratugi á vettvangi íslenskra stjórnmála. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Svandís Svavarsdóttir oddviti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður standa, eins og fram hefur komið, í viðræðum við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar.Ólgan innan flokksins eðlileg Huginn segir að þær hafi ekki fengi tækifæri á að greina frá niðurstöðum viðræðnanna vegna þess að engar niðurstöður liggi fyrir og því sé eðlilegt að vangaveltur sæki á félagshyggjufólk og að það spyrji sig jafnvel: „Bíddu af hverju? Hvað verður til þess að við erum að ræða við Sjálfstæðisflokk um myndun ríkisstjórnar? Af hverju myndum við ekki einhverja aðra ríkisstjórn?“ Inn í jöfnuna bætist síðan flokkar sem Huginn segist vilja „koma höggi á VG“ því þeir séu að undirbúa stjórnarandstöðu og að atburðarásin hafi verið „frekar fyrirsjáanleg“.Pattstaða í íslenskum stjórnmálum Huginn bendir á að uppi sé snúin staða í stjórnmálunum vegna þess að flokkarnir hefðu búist við „skarpari skilum“ í nýafstöðnum þingkosningum en að það hafi alls ekki orðið raunin. Í ljósi þess að Vinstri græn hafi þegar reynt og mistekist að mynda ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum séu flokksmenn að hugleiða hvort vænlegra sé fyrir málefni þeirra, eins og innviðauppbyggingu og félagslegt réttlæti, að þau fari inn í ríkisstjórn í stað þess að sitja „á hliðarlínunni“. Vísir greindi frá því í gær að varaformaður Vinstri grænna sagði að afar skiptar skoðanir séu meðal grasrótar og baklands flokksins með óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Fólk eigi erfitt með að sjá Bjarna Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sem ráðherra í nýrri ríkisstjórn undir þeirra forystu.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59 Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00 Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Katrín Jakobsdóttir segir varaformann flokksins enduróma ummæli af samfélagsmiðlum en ekki hennar eigin skoðun þegar hann segir að vinstri græn kæri sig ekki um að Bjarni Benediktsson verði ráðherra í mögulegri ríkisstjórn flokkanna ásamt framsóknarflokki. 11. nóvember 2017 18:59
Bjarni þarf fimm eða sex ráðherraembætti Það skýrist um helgina hvort Sjálfstæðismenn, Framsóknarflokkur og Vinstri græn hefja formlegar viðræður um stjórnarmyndun. 11. nóvember 2017 07:00
Óformlegar viðræður halda áfram í dag Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn funda áfram í dag. 11. nóvember 2017 10:17