Sakaður um að káfa á sofandi konu Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 18:15 Al Franken, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/AFP Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira