Það hafa margir klórað sér í kollinum yfir því hvernig Chelsea datt í hug að selja Nemanja Matic til Man. Utd.
Matic byrjaði feril sinn hjá Man. Utd frábærlega í gær gegn West Ham og var valinn maður leiksins. Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, segir að hann hafi aldrei átt von á því að fá Matic þar til eitthvað sérstakt gerðist.
„Ég var ekkert að trufla hann eða Chelsea. Það var samt greinilega eitthvað í gangi því umboðsmaður hans hafði samband við mig og sagði mér að við gætum fengið hann. Við þyrftum bara að borga,“ sagði Mourinho.
„Ég veit ekki hvað kom upp á og var í gangi bak við luktar dyr hjá Chelsea. Við erum mjög ánægðir að hafa fengið hann því hann er leikmaður sem við þurftum á að halda.“
Mourinho: Það var auðvelt að fá Matic

Tengdar fréttir

Mourinho: Spilamennskan og sjálfstraustið það sem skiptir máli í dag
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var skiljanlega himinlifandi í leikslok eftir 4-0 sigur gegn West Ham í dag.

Lukaku stimplaði sig inn með tveimur mörkum í sannfærandi sigri
Manchester United byrjar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni af krafti en þeir unnu öruggan 4-0 sigur á West Ham í lokaleik umferðarinnar nú rétt í þessu á Old Trafford.