„Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:28 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Stefán Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“ Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“
Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51