Hörður Björgvin við Guardian: Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2017 09:00 Hörður Björgvin Magússon og félagar fagna sigri á Englendingum í Nice 27. júní 2016. Vísir/Getty Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Guardian rifjar upp sigur Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í dag með viðtali við íslenska landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon. Ástæðan er að Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í þessum ógleymanlega leik í Nice og núverandi stjóri Crystal Palace, er í kvöld í fyrsta sinn að fara mæta íslenskum landsliðsmanni eftir að hann tók við á Selhurst Park. Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol City taka í kvöld á móti Crystal Palace í fjórðu umferð enska deildabikarsins. Hörður Björgvin var tekin í viðtal en þó svo að hann hafi verið fastamaður í íslenska landsliðinu að undanförnu þá hefur hann fengið fá tækifæri með Bristol City. Hörður Björgvin hefur hinsvegar fengið að spila í enska deildabikarnum. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn á móti Íslandi í Nice í lok júní 2016. Síðan eru liðnir átján mánuðir en Roy Hodgson er bara nýkominn aftur inn í fótboltann. Hann tók við liði Crystal Palace þegar Frank de Boer var rekinn í september. „Minningarnar úr Nice-leiknum hellast örugglega yfir mig þegar ég sé Hodgson aftur,“ segir Hörður Björgvin Magnússon þegar blaðamaður Guardian spyr hann út það hvernig það verður að mæta Roy Hodgson aftur.Vísir/Getty „Ég sá það frá varamannabekknum þegar þeir fengu vítið sem Rooney skoraði úr. Ég hugsaði: Nú verður erfitt fyrir okkur að snúa þessu við. Íslenska hugarfarið er öðruvísi en hjá öðrum þjóðum. Við vissum að enska liðið væri undir mikilli pressu frá blaðamönnum og ensku þjóðinni ef þeir ynnu ekki Ísland. Við sáum það á leikmönnunum. Þeir voru hræddir. Það var síðan rosalegt að sjá þessi hörðu viðbrögð frá Englandi. Brexit var aðeins nokkrum dögum áður og þetta var slæmur tími fyrir ensku þjóðina,“ sagði Hörður Björgvin. Hörður Björgvin er á leiðinni á HM í Rússlandi með íslenska landsliðinu og blaðamaður Guardian spyr hann að sjálfsögðu út í það. „Ég hugsa um næsta sumar á hverjum degi. Ísland er að fara á HM. Þetta er meira en góður draumur,“ sagði Hörður Björgvin. Hann segist hafa fengið skilaboð frá [Paulo] Dybala þegar Ísland komst á HM en þeir voru áður liðsfélagar hjá Juventus. „Þegar Argentína komst á HM þá sendi ég honum skilaboðin: Hlakka til að hitta þig í Rússlandi. Vonandi verðum við í sama riðli,“ sagði Hörður.Vísir/Getty Hörður Björgvin er líka alveg til í að skjóta aðeins á Roy Hodgson þegar hann er spurður út í leik kvöldsins í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins. „Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace. Þetta fer mikið eftir því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir koma inn í leikinn eins og England gerði á móti Íslandi þá munum við bara labba yfir þá,“ sagði Hörður Björgvin en bætti strax við: „Nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur,“ sagði Hörður. Hörður Björgvin ræðir einnig tíma sinn á Ítalíu í viðtalinu sem má finna allt hér.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira