Víðsfjarri sannleikanum að rangfeðranir séu algengar á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2017 21:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir rangfeðranir, þar sem uppeldisfaðir reynist ekki blóðfaðir, afar fágætar meðal Íslendinga. Þá hefur Íslensk erfðagreining þjónustað fólk, sem er í vafa um uppruna sinn, endurgjaldslaust.Víðsfjarri sannleikanum Í nýjasta þætti Leitarinnar að upprunanum, sem sýndur er á Stöð 2, var Lindu Rut Sigríðardóttur fylgt eftir en hún hafði leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í ljósi athyglinnar sem þættirnir hafa vakið var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fenginn í spjall um svokallaðar „rangfeðranir“ í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kári sagði viðtekin viðhorf þess efnis að rangfeðranir væru algengar á Íslandi ekki eiga við rök að styðjast.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm„Við sjáum þetta í okkar gögnum og þetta er víðsfjarri sannleikanum. Rangfeðranir á Íslandi eru svona í kringum eitt prósent og þetta byggir á gögnum um erfðamengi helmings þjóðarinnar, þannig að þetta er gjörsamlega hundrað prósent öruggt að rangfeðranir eru mjög fágætar meðal Íslendinga,“ sagði Kári, sem vísaði þar sérstaklega í ummæli sálfræðings í Leitinni að upprunanum en sá taldi einmitt algengt að börn væru rangfeðruð á Íslandi. „Þannig að þessi ágæti sálfræðingur fór með fleipur. Það er ekki óalgengt að sjá í bókmenntum sem eiga rætur sínar í félags- og sálfræði að menn séu einhvern veginn að komast að þeirri niðurstöðu að rangfeðranir séu svona algengar. Og við hljótum að draga þá ályktun að fólk í þeim stéttum hafi mjög beyglaða mynd af því hvernig að minnsta kosti Íslendingar haga sér, þegar kemur að því athæfi sem leiðir til getnaðar barna.“Þjónusta fólk sem leitar uppruna síns endurgjaldslaust Íslensk erfðagreining hefur í gegnum tíðina þjónustað fólk sem er í vafa um uppruna sinn. Kári sagði fyrirtækið hjálpa þeim sem leituðu til þeirra þó þjónustan væri ekki auglýst sérstaklega sem slík. „Ef fólk kemur til okkar og biður okkur um að gera þetta, og skrifar undir samþykki þess efnis að það vilji að við skoðum þetta, þá getum við gert það. En við rekum ekki slíka þjónustu,“ sagði Kári. Nokkur fjöldi manns hafi þó fengið þjónustuna, en það fólk mun þá hafa beðið sérstaklega um það. Aðspurður sagði Kári ekki viss um það hvort þjónusta á rannsóknarstofum sem sérhæfa sig í greiningu af þessu tagi væri dýr. Umræddar rannsóknir væru flóknar en það fólk sem leitað hefur til Íslenskrar erfðagreiningar hafi ekki greitt fyrir þjónustuna. „En eins og ég segi, við höfum gert þetta fyrir töluverðan hóp af fólki og gert það endurgjaldslaust,“ sagði Kári. Hann ítrekaði enn fremur að vitneskja um uppruna sinn væri sjálfsögð mannréttindi.Nokkur fjöldi manns sem leiti uppruna síns hafi þó fengið þjónustuna, að sögn Kára Stefánssonar. Það fólk hafi þó komið sérstaklega og beðið um téða þjónustu.Vísir/Vilhelm„Það hefur aldrei borist til mín, tilfelli þar sem menn eru að leita að uppruna sínum til að komast yfir fé, heldur er þetta í öllum tilvikum þessi löngun að vita hvaðan maður kemur. Mér finnst það persónulega eins og það séu sjálfsögð mannréttindi að fá vitneskju um slíkt ef hægt er að ná í hana,“ sagði Kári og minntist enn fremur á að dómstólar á Íslandi hafi komist að sömu niðurstöðu.Viðtalið við Kára Stefánsson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Fékk loksins að faðma föður sinn eftir tíu ára leit: „Ég missti allar varnir. Það fór allt“ Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. 23. október 2017 14:15 Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Mamma Lindu kom vestur til að horfa Linda Rut og faðir hennar, Richard Guildford, eru sameinuð eftir langan aðskilnað. Richard getur ekki beðið eftir því að koma til landsins og knúsa sína gömlu vini. "Ekki hægt að lýsa hamingjunni.“ 24. október 2017 10:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir rangfeðranir, þar sem uppeldisfaðir reynist ekki blóðfaðir, afar fágætar meðal Íslendinga. Þá hefur Íslensk erfðagreining þjónustað fólk, sem er í vafa um uppruna sinn, endurgjaldslaust.Víðsfjarri sannleikanum Í nýjasta þætti Leitarinnar að upprunanum, sem sýndur er á Stöð 2, var Lindu Rut Sigríðardóttur fylgt eftir en hún hafði leitað að föður sínum í rúman áratug, án árangurs. Í ljósi athyglinnar sem þættirnir hafa vakið var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fenginn í spjall um svokallaðar „rangfeðranir“ í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Kári sagði viðtekin viðhorf þess efnis að rangfeðranir væru algengar á Íslandi ekki eiga við rök að styðjast.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm„Við sjáum þetta í okkar gögnum og þetta er víðsfjarri sannleikanum. Rangfeðranir á Íslandi eru svona í kringum eitt prósent og þetta byggir á gögnum um erfðamengi helmings þjóðarinnar, þannig að þetta er gjörsamlega hundrað prósent öruggt að rangfeðranir eru mjög fágætar meðal Íslendinga,“ sagði Kári, sem vísaði þar sérstaklega í ummæli sálfræðings í Leitinni að upprunanum en sá taldi einmitt algengt að börn væru rangfeðruð á Íslandi. „Þannig að þessi ágæti sálfræðingur fór með fleipur. Það er ekki óalgengt að sjá í bókmenntum sem eiga rætur sínar í félags- og sálfræði að menn séu einhvern veginn að komast að þeirri niðurstöðu að rangfeðranir séu svona algengar. Og við hljótum að draga þá ályktun að fólk í þeim stéttum hafi mjög beyglaða mynd af því hvernig að minnsta kosti Íslendingar haga sér, þegar kemur að því athæfi sem leiðir til getnaðar barna.“Þjónusta fólk sem leitar uppruna síns endurgjaldslaust Íslensk erfðagreining hefur í gegnum tíðina þjónustað fólk sem er í vafa um uppruna sinn. Kári sagði fyrirtækið hjálpa þeim sem leituðu til þeirra þó þjónustan væri ekki auglýst sérstaklega sem slík. „Ef fólk kemur til okkar og biður okkur um að gera þetta, og skrifar undir samþykki þess efnis að það vilji að við skoðum þetta, þá getum við gert það. En við rekum ekki slíka þjónustu,“ sagði Kári. Nokkur fjöldi manns hafi þó fengið þjónustuna, en það fólk mun þá hafa beðið sérstaklega um það. Aðspurður sagði Kári ekki viss um það hvort þjónusta á rannsóknarstofum sem sérhæfa sig í greiningu af þessu tagi væri dýr. Umræddar rannsóknir væru flóknar en það fólk sem leitað hefur til Íslenskrar erfðagreiningar hafi ekki greitt fyrir þjónustuna. „En eins og ég segi, við höfum gert þetta fyrir töluverðan hóp af fólki og gert það endurgjaldslaust,“ sagði Kári. Hann ítrekaði enn fremur að vitneskja um uppruna sinn væri sjálfsögð mannréttindi.Nokkur fjöldi manns sem leiti uppruna síns hafi þó fengið þjónustuna, að sögn Kára Stefánssonar. Það fólk hafi þó komið sérstaklega og beðið um téða þjónustu.Vísir/Vilhelm„Það hefur aldrei borist til mín, tilfelli þar sem menn eru að leita að uppruna sínum til að komast yfir fé, heldur er þetta í öllum tilvikum þessi löngun að vita hvaðan maður kemur. Mér finnst það persónulega eins og það séu sjálfsögð mannréttindi að fá vitneskju um slíkt ef hægt er að ná í hana,“ sagði Kári og minntist enn fremur á að dómstólar á Íslandi hafi komist að sömu niðurstöðu.Viðtalið við Kára Stefánsson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Fékk loksins að faðma föður sinn eftir tíu ára leit: „Ég missti allar varnir. Það fór allt“ Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. 23. október 2017 14:15 Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30 Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26 Mamma Lindu kom vestur til að horfa Linda Rut og faðir hennar, Richard Guildford, eru sameinuð eftir langan aðskilnað. Richard getur ekki beðið eftir því að koma til landsins og knúsa sína gömlu vini. "Ekki hægt að lýsa hamingjunni.“ 24. október 2017 10:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fékk loksins að faðma föður sinn eftir tíu ára leit: „Ég missti allar varnir. Það fór allt“ Önnur þáttaröð af Leitinni að upprunanum hófst á Stöð 2 fyrir rúmlega viku en sú fyrri vakti mikla athygli og sópaði að sér verðlaunum. 23. október 2017 14:15
Er skrefinu nær því að finna föður sinn eftir 10 ára leit Linda Rut Sigríðardóttir leitar föður síns í þáttunum Leitin að upprunanum en hún var sú yngsta sem fannst á lífi eftir snjóflóðið á Súðavík árið 1995. 18. október 2017 13:30
Vill að Kári aðstoði við rannsóknir á heilsuspillandi áhrifum myglu Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur segir engan vafa vera um að vera í rakaskemmdu húsnæði hafi heilsuspillandi áhrif. 5. september 2017 11:26
Mamma Lindu kom vestur til að horfa Linda Rut og faðir hennar, Richard Guildford, eru sameinuð eftir langan aðskilnað. Richard getur ekki beðið eftir því að koma til landsins og knúsa sína gömlu vini. "Ekki hægt að lýsa hamingjunni.“ 24. október 2017 10:30