Erlent

Yfirmaður hersins í Simbabve sakaður um landráð

Samúel Karl Ólason skrifar
Robert Mugabe, forseti Simbabve, ásamt lífvarðasveit sinni.
Robert Mugabe, forseti Simbabve, ásamt lífvarðasveit sinni. Vísir/EPA
Yfirvöld í Simbabve segja hershöfðingjann Constantino Chiwenga vera sekan um landráð. Hershöfðinginn hefur storkað Robert Mugabe, forseta landsins, eftir að hann rak varaforseta Simbabve á dögunum. Chiwenga hefur gefið í skyn að herinn muni grípa inn í stjórnmálin í landinu og binda enda á hreinsanir Mugabe innan ráðandi stjórnmálaflokks landsins, Zanu-PF party.

Forsvarsmenn flokksins segja að ummælum hershöfðingjans hafi verið ætlað að ógna friði þjóðarinnar og hvetja til uppreisnar. Í tilkynningu frá flokknum segir að meðlimir hans muni ekki láta undan hótunum hersins.

Gert var ráð fyrir því að varaforsetinn, sem heitir Emmerson Mnangagwa, myndi taka við stjórn landsins þegar hinn 93 ára gamli Mugabe lætur af störfum. Deilur hafa þó staðið yfir varðandi hver taki við völdum í Simbabwe og samkvæmt frétt BBC vill Mugabe að eiginkona sín, hin 52 ára gamla Grace Mugabe, taki við.



Fregnir hafa borist af því í dag að skriðdrekar hersins hafi sést fyrir utan höfuðborg Simbabve, Harare. Ekki liggur þó fyrir hvert þeim hafi verið ekið en þau hafa ekki sést í höfuðborginni sjálfri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×