Einn látinn eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 19:39 Minnst nítján eru slasaðir eftir átökin í Charlottesville í dag. Vísir/Getty Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag. Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Sjá meira
Bíl var ekið inn í hóp mótmælenda á götum borgarinnar Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasaðist. Mike Signer, borgarstjóri Charlottesville, staðfesti á Twitter síðu sinni að minnst ein manneskja hafi látist í átökunum í borginni í dag. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í borginni vegna mótmæla í borginni. I am heartbroken that a life has been lost here. I urge all people of good will--go home.— Mike Signer (@MikeSigner) August 12, 2017 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu á götur borgarinnar í gær til að mótmæla því að styttu af hershöfðingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð og gengur þeir aftur fylktu liði í dag. Hópur fólks blés til gagnmótmæla í dag til að lýsa yfir stuðningi við að styttan verði fjarlægð, sem mörgum þykir vera merki um svartan blett á sögu Suðurríkjanna.Sjá einnig: Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Fylkingunum tveimur laust fljótlega saman og köstuðu þær lausamunum og ertandi efnum hvor að annarri. Donald Trump bandaríkjaforseti fordæmdi ofbeldið í Charlottesville á Twitter síðu sinni í dag. „Við verðum ÖLL að standa saman og fordæma allt hatur. Það er ekki pláss fyrir ofbeldi af þessu tagi í Bandaríkjunum. Við skulum standa saman!“ skrifaði forsetinn meðal annars.We ALL must be united & condemn all that hate stands for. There is no place for this kind of violence in America. Lets come together as one!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Am in Bedminster for meetings & press conference on V.A. & all that we have done, and are doing, to make it better-but Charlottesville sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2017 Af vettvangi í Charlottesville í dag.Vísir/GettyJeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagðist í yfirlýsingu vera í sambandi við dómsyfirvöld í Virginíu og taki undir orð forsetans um að fordæma ofbeldi, hatur og umburðarleysi. Borgarstjóri Charlottesville fordæmdi gönguna í gærkvöldi og kallaði þátttakendurnar kynþáttahatara. Margir töldu kyndlana sem göngumenn báru í gærkvöldi vísun í Ku Klux Klan, haturssamtökin alræmdu. Uppfært kl. 00:11: Fréttastofur CNN og AFP hafa nú staðfest að þrír létu lífið í Charlottesville í dag.
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34 Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Charlottesville vegna mótmæla hvítra þjóðernissinna Yfirvöld í Charlottesville í Virginíuríki í Bandaríkujunum hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fjölmennra mótmæla. 12. ágúst 2017 17:34
Hvítir þjóðernissinnar fjölmenntu í göngu Slagorð gegn gyðingum voru á meðal þess sem hvítir þjóðernissinnar hrópuðu í fjölmennri mótmælagöngu í Virginíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 12. ágúst 2017 11:12