Brasilíska stórstjarnan Neymar er í leikmannahópi Paris Saint-Germain fyrir leikinn gegn Guingamp í frönsku úrvalsdeildinni á morgun en hann hefur fengið leikheimild hjá franska knattspyrnusambandinu.
Neymar sem varð lang dýrasti leikmaðurinn í sögunni er PSG greiddi upp riftunarákvæði í samningi hans hjá Barcelona gat ekki tekið þátt í fyrstu umferðinni þegar PSG vann öruggan sigur á Amiens.
Skiluðu allir pappírar sér ekki í tæka tíð til þess að hann gæti tekið þátt í leik síðustu helgar en það kom ekki að sök í 2-0 sigri PSG.
Unai Emery staðfesti á blaðamannafundi í dag að hann yrði í leikmannahópnum og að hann gæti fengið eldskírn sína í treyju PSG á morgun.
„Vonandi getur hann byrjað að spila sem fyrst, hann hefur litið vel út á æfingum og okkur hlakkar til að sjá hann út á velli. Við munum þurfa á honum að halda og þessvegna er mikilvægt að hann byrji að spila sem fyrst.“
Neymar í leikmannahóp PSG á morgun
