Frumkvöðlar netsins biðla til Bandaríkjastjórnar um að halda í nethlutleysi Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 10:53 Bretinn Tim Berners-Lee hefur verið nefndur faðir veraldarvefsins. Hann skrifaði meðal annars fyrsta vefvafrann. Vísir/AFP Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna. Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Nokkrir af frumkvöðlum internetsins hafa ritað bandarískum þingmönnum opið bréf til varnar svonefnds nethlutleysis. Þeir hvetja Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna til þess að aflýsa fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um að afnema reglur sem settar voru í forsetatíð Baracks Obama. Stjórn Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC) ætlar að greiða atkvæði um afnám reglnanna á fimmtudag. Nethlutleysi felur í sér að fjarskiptafyrirtæki þurfi að veita öllum upplýsingum sem send eru um netið sömu meðferð. Gagnrýnendur hafa varað við því að ef nethlutleysi verði afnumið geti fjarskiptafyrirtækin rukkað meira fyrir ákveðna netnotkun eins og samfélagsmiðla eða efnisveitur. Þau geti einnig dregið úr hraða ákveðinna gagnaflutninga. Afnám reglnanna muni brjóta gegn grundvallarhugmyndum um opið internet fyrir alla.Aðsteðjandi ógn við internetiðNú hafa nokkrir helstu forgöngumenn netsins skrifað opið bréf þar sem þeir hvetja FCC til þess að falla frá hugmyndum um afnám reglnanna. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Tim Berners-Lee, Vint Cerf og Steve Wozniak, annar stofenda Apple, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tæknilega röng tillaga FCC sem var unnin í flýti um að afnema varnir fyrir nethlutleysi án þess að neitt komi í staðinn er aðsteðjandi ógn við internetið sem við lögðum svo hart að okkur að skapa. Hana ætti að stöðva,“ segir í bréfinu sem var sent nokkrum nefndum öldungadeildar Bandaríkjaþings. Repúblikanar sem stjórna FCC telja aftur á móti að afnám reglnanna muni auka samkeppni á fjarskiptamarkaði og að draga úr afskiptum ríkisvaldsins af netinu. Afnám nethlutleysis hefur mætt verulegar mótspyrnu netnotenda, þar á meðal á samfélagsmiðlasíðum eins og Reddit. Gagnrýnendur afnáms benda á að á sumum stöðum í Bandaríkjunum sé aðeins eitt fjarskiptafyrirtæki á markaði. Íbúar þar geti því ekkert annað leitað ef þeir eru ósáttir við þjónustuna.
Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna, FCC, hyggst afnema reglugerð um hlutleysi á netinu, svokallað "net neutrality“, sem komið var á í valdatíð Baracks Obama. 21. nóvember 2017 17:14