Afnema reglugerð um „hlutleysi á netinu“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. nóvember 2017 17:14 Ajit Pai stýrir Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna. vísir/Getty Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína. Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (Federal Communications Commission) gaf það nýverið út að hún hygðist afnema reglugerð frá 2015, sem sett var í forsetatíð Baracks Obama, um „net neutrality“ eða svokallað hlutleysi á netinu. Hlutleysi á netinu er hugtak sem lagaprófessorinn Tim Wu, við Columbia-háskóla, fjallaði einna fyrstur um. Það felur í sér að stjórnvöld og vefveitur megi ekki undir neinum kringumstæðum notfæra sér aðstæður til að hindra, stöðva eða hægja á aðgangi fyrir ákveðnar vefsíður eða efni á netinu. Forstöðumaður fjarskiptastofnunarinnar, Ajit Pai, tilkynnti að ákvörðunin færi að öllum líkindum í gegn á boðuðum fundi þann 14. desember næstkomandi. Stjórnarmenn stofnunarinnar eru fimm, þrír repúblikanar og tveir demókratar. Pai er skipaður af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, sem gagnrýnt hefur Obama fyrir að koma reglugerðinni í gegn. Pai segir enn fremur að „Internetið hafi vel virkað áður en reglugerðinni var komið í gegn árið 2015“ og að „Internetið sé besta uppfinning frjáls markaðar.“ Reglugerðir stjórnvalda myndu draga úr gæðum þess. Netveitur á borð við AT&T, Comcast og Verizon hafa skorað á fjarskiptastofnunina að afnema reglugerðina og fagna því eflaust þeim fyrirætlunum sem kynntar voru nýlega. Ákvörðunin myndi vafalaust auðvelda ofangreindum fyrirtækjum að vinna hlutina eftir eigin hagsmunum. Auk þess myndi ákvörðunin draga úr möguleikum arftaka Trumps og ríkisstjórnar hans um að koma á reglugerðum á veraldarvefnum. Google og Facebook hafa eindregið hvatt fjarskiptastofnunina um að endurskoða ákvörðun sína.
Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira