Ungir miðverðir og markvörður Fjölnis skelltu í lás á leið í úrslitaleikinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Ágúst Gylfason er með unga menn í öftustu víglínu sem eru að standa sig vel. vísir/hanna Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson Íslenski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson
Íslenski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira