Samstarfsmaður kosningastjóra Trump sagður tengjast rússnesku leyniþjónustunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 15:18 Manafort hefur lýst yfir sakleysi sínu. Vísir/AFP Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa rift samkomulagi við Paul Manafort, fyrrverandi kosningarstjóra Donalds Trump, um að hann fái lausn gegn tryggingu á meðan hann bíður réttarhalda. Ástæðan er sú að Manafort hafi tekið þátt í að skrifa leiðara með rússneskum samstarfsmanni með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna á laun. Manafort var ákærður fyrir samsæri um peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem útsendara ríkisstjórnar Úkraínu auk fleiri brota af Robert Mueller, sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, í lok október. Hann gerði samkomulag við saksóknara í síðustu viku um að hann yrði látinn laus úr stofufangelsi gegn tryggingu. Nú hafa saksóknararnir hins vegar dregið stuðning sinn við samkomulagið til baka og fullyrða að rússneskur samstarfsmaður Manafort sé talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Hvetja þeir dómarann í málinu til að hafna samkomulaginu.Brýtur gegn dómsúrskurði um að hafa ekki áhrif á kviðdómendurMeð því að taka þátt í að skrifa leiðara á ensku með manninum þar sem haldið var uppi vörnum fyrir störf Manafort fyrir stjórnmálaflokk hliðhollan Rússlandi í Úkraínu telja saksóknararnir að Manafort hafi brotið gegn dómsúrskurði sem bannar málsaðilum að tjá sig um málið opinberlega á hátt sem gæti haft áhrif á kviðdómendur.Reuters-fréttastofan segir að leiðarinn hafi aldrei birst vegna þess að saksóknararnir hafi varað lögmenn Manafort við því. Manafort hafi unnið að leiðaranum á bak við tjöldin svo seint sem 30. nóvember.Washington Post segir að þetta sé í fyrsta skipti sem saksóknarar haldi því fram að starfsmaður forsetaframboðs Trump hafi haft bein samskipti við einstakling sem tengist rússnesku leyniþjónustunni. Manafort var kosningarstjóri Trump þangað til í ágúst í fyrra. Hann steig til hliðar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir frá aðilum sem tengjast Rússum í Úkraínu. Í ákæru Mueller er Manafort meðal annars gefið að sök að hafa stungið fé undan skatti sem hann fékk fyrir störf sín sem erindreki erlendra ríkja. Bæði Manafort og Rick Gates, samstarfsmaður hans til margra ára sem einnig var ákærður, lýstu sig saklausa þegar ákærurnar gegn þeim voru teknar fyrir í haust.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48 Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42 Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45 Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00 Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Manafort ákærður fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og peningaþvætti Ekkert sem varðar forsetaframboð Donalds Trump kemur fram í fyrstu ákærunni sem er gefin út í rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. 30. október 2017 13:48
Manafort segist saklaus af öllum ákærunum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, og viðskiptafélagi hans lýstu sig saklausa af ákærum fyrir fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum, peningaþvætti og skattsvik, er þeir komu fyrr rétt í Washingon í dag. 30. október 2017 18:42
Þetta þarftu að vita um Rússarannsókn Mueller Rannsóknin á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra hefur aftur ratað í kastljós fjölmiðla eftir að fyrstu ákærurnar í rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkislögreglunnar voru birtar á mánudag. 1. nóvember 2017 09:45
Trump-liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot Fyrstu ákærurnar í rannsókn sérstaks saksóknara á tengslum rússneskra yfirvalda við forsetaframboð Donalds Trump líta dagsins ljós. 31. október 2017 06:00
Manafort með þrjú vegabréf og miklar eignir Dómsskjöl sýna að að fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump eigi þrjú vegabréf og milljónum dala á bankareikningum. 1. nóvember 2017 15:26