Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2017 11:46 Steinn Jóhannsson, fráfarandi skólameistari Fjölbrautarskólans í Ármúla. Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðningin er frá og með næsta hausti en kennurum við MH hefur verið tilkynnt um ráðninguna. Fréttir af ráðningunni koma í kjöfar tíðinda af mögulegri sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. Óhætt er að segja að tíðindin af sameiningunni hafi farið öfugt ofan í starfsfólk við FÁ sem komst að henni í fréttum. Sigurborg Matthíasdóttir, fráfarandi konrektor, tilkynnti kollegum sínum í MH að hún myndi láta af störfum á dögunum og alfarið snúa sér að kennslu. Í framhaldinu var staða konrektors auglýst og sóttu fimm um stöðuna. Varð úr að Steini var boðin staðan og ráðinn.Réttindi starfsfólks í forgangi Steinn var skipaður í vinnuhóp af menntamálaráðherra til að skoða möguleikann á sameingingu. Hann segir í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að taka þátt í vinnunni enda vissu kollegar hans í Ármúla ekkert af þeirri vinnu. Hann hafi hins vegar verið bundinn trúnaði sem embættismaður, að beiðni menntamálaráðherra. „Ég setti alltaf í forgang, í öllum viðræðum um hugsanlega sameiningu, réttindi starfsfólks og nemenda,“ segir Steinn. Hann hafi þó ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf, ólíkt starfsfólki FÁ, kæmi til sameiningar. Aðalsparnaður við sameiningu sé oft fólginn í yfirstjórn. Augljóst sé að í nýjum skóla verði aðeins einn skólameistari. „Ég leit í kringum mig og ákvað að sækja um í MH,“ segir Steinn sem fór í gegnum ráðningarferli, var metinn hæfastur umsækjendanna fimm og boðin staðan. „Það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert stefnir, verður af sameiningu eða ekki? Það eru margir kostir að sameinast Tækniskólanum þó því geti líka fylgt gallar.“Rætt var við Stein Jóhannsson og fleiri vegna mögulegrar sameiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Maðurinn á gólfinu Umfram allt leggur Steinn áherslu á hve heppinn Tækniskólinn sé að fá starfsfólkið í Ármúla til liðs við sig. „Ég er að vinna í alveg frábærum skóla, með einstöku starfsfólki og það er svo sárt að hugsa til þess að ég sé ekki að fara að vinna með sama fólki áfram, vinum og félögum til margra ára,“ segir Steinn. Skólinn hafi náð frábærum árangri og sé árlega í toppsætum yfir stofnanir ársins. „Ég hef verið spenntur hvern einasta dag þessi fimm ár sem ég hjólaði í vinnuna. Það væri ekki nema af því við umgöngumst hvort annað af virðingu. Ég er bara maðurinn á gólfinu eins og allir. Þannig starfa ég. Allar tölur segja að við séum frábær liðsheild.“ Kennarar í Ármúla hafi alltaf sett hagsmuni nemenda í forgang og það hafi stjórnendur líka reynt að gera. Auðvitað sé starfsfólkið í Ármúla vonsvikið með stöðu mála og hann skilji það vel. „Mestu skiptir að allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Ég er alveg viss um að það verði tekin upplýst ákvörðun,“ segir Steinn um sameininguna. Tengdar fréttir Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Steinn Jóhannsson, skólameistari við Fjölbrautarskólann í Ármúla, verður næsti konrektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Ráðningin er frá og með næsta hausti en kennurum við MH hefur verið tilkynnt um ráðninguna. Fréttir af ráðningunni koma í kjöfar tíðinda af mögulegri sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskóla Íslands. Óhætt er að segja að tíðindin af sameiningunni hafi farið öfugt ofan í starfsfólk við FÁ sem komst að henni í fréttum. Sigurborg Matthíasdóttir, fráfarandi konrektor, tilkynnti kollegum sínum í MH að hún myndi láta af störfum á dögunum og alfarið snúa sér að kennslu. Í framhaldinu var staða konrektors auglýst og sóttu fimm um stöðuna. Varð úr að Steini var boðin staðan og ráðinn.Réttindi starfsfólks í forgangi Steinn var skipaður í vinnuhóp af menntamálaráðherra til að skoða möguleikann á sameingingu. Hann segir í samtali við Vísi að erfitt hafi verið að taka þátt í vinnunni enda vissu kollegar hans í Ármúla ekkert af þeirri vinnu. Hann hafi hins vegar verið bundinn trúnaði sem embættismaður, að beiðni menntamálaráðherra. „Ég setti alltaf í forgang, í öllum viðræðum um hugsanlega sameiningu, réttindi starfsfólks og nemenda,“ segir Steinn. Hann hafi þó ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf, ólíkt starfsfólki FÁ, kæmi til sameiningar. Aðalsparnaður við sameiningu sé oft fólginn í yfirstjórn. Augljóst sé að í nýjum skóla verði aðeins einn skólameistari. „Ég leit í kringum mig og ákvað að sækja um í MH,“ segir Steinn sem fór í gegnum ráðningarferli, var metinn hæfastur umsækjendanna fimm og boðin staðan. „Það er mjög óþægilegt að vita ekki hvert stefnir, verður af sameiningu eða ekki? Það eru margir kostir að sameinast Tækniskólanum þó því geti líka fylgt gallar.“Rætt var við Stein Jóhannsson og fleiri vegna mögulegrar sameiningar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.Maðurinn á gólfinu Umfram allt leggur Steinn áherslu á hve heppinn Tækniskólinn sé að fá starfsfólkið í Ármúla til liðs við sig. „Ég er að vinna í alveg frábærum skóla, með einstöku starfsfólki og það er svo sárt að hugsa til þess að ég sé ekki að fara að vinna með sama fólki áfram, vinum og félögum til margra ára,“ segir Steinn. Skólinn hafi náð frábærum árangri og sé árlega í toppsætum yfir stofnanir ársins. „Ég hef verið spenntur hvern einasta dag þessi fimm ár sem ég hjólaði í vinnuna. Það væri ekki nema af því við umgöngumst hvort annað af virðingu. Ég er bara maðurinn á gólfinu eins og allir. Þannig starfa ég. Allar tölur segja að við séum frábær liðsheild.“ Kennarar í Ármúla hafi alltaf sett hagsmuni nemenda í forgang og það hafi stjórnendur líka reynt að gera. Auðvitað sé starfsfólkið í Ármúla vonsvikið með stöðu mála og hann skilji það vel. „Mestu skiptir að allar upplýsingar séu uppi á borðinu. Ég er alveg viss um að það verði tekin upplýst ákvörðun,“ segir Steinn um sameininguna.
Tengdar fréttir Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00