Zlatan hetjan er Manchester United vann deildarbikarinn í fimmta sinn | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2017 18:15 Rooney fagnar ásamt liðsfélögum sínum á Wembley. vísir/getty Manchester United er enskur deildarbikarmeistari í fimmta skiptið í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Southampton í úrslitaleiknum á Wembley en það var hinn sænski Zlatan Ibrahimovic sem skoraði fyrsta og síðasta markið í leiknum og tryggði Manchester United sigurinn. Var þetta fyrsti úrslitaleikur Manchester United undir stjórn Jose Mourinho en það tók portúgalska knattspyrnustjórann ekki langan tíma að vinna fyrsta titilinn sem stjóri liðsins. Dýrlingarnir frá Southampton byrjuðu leikinn betur og virtust hafa komist yfir í fyrri hálfleik þegar Manolo Gabbiadini kom boltanum í netið en hann var ranglega dæmdur rangstæður. Stuttu síðar kom Zlatan Rauðu djöflunum yfir með aukaspyrnu af 25 metra færi en hægt er ða setja spurningarmerki við Fraser Forster í marki Southampton í markinu. Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Jesse Lingard við öðru marki Manchester United með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu frá Marcus Rojo en Gabbiadini kom Southampton aftur inn í leikinn með marki í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Gabbiadini var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stýrði boltanum í netið frá vítateigslínunni en Southampton virtust vera líklegri til að vinna leikinn í seinni hálfleik. Komst Oriel Romeau næst því að koma Southampton yfir þegar skalli hans hafnaði í stönginni en Zlatan átti eftir að láta til sín taka. Skallaði hann þá fyrirgjöf Ander Herrera í netið af stuttu færi eftir fína sókn Manchester United en miðverðir Southampton gleymdu sér í aðeins nokkrar sekúndur og sá sænski var fljótur að refsa. Fimmti deildarbikarmeistaratitill Manchester United staðreynd og þrátt fyrir að Southampton hafi stýrt leiknum lengst af voru það lærisveinar Jose Mourinho sem fögnuðu sigrinum og taka á móti titlinum.Zlatan kemur Manchester United yfir: Lingard bætir við: Dýrlingarnir minnka muninn: Dýrlingarnir jafna: Sigurmark Zlatans: Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Sjá meira
Manchester United er enskur deildarbikarmeistari í fimmta skiptið í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Southampton í úrslitaleiknum á Wembley en það var hinn sænski Zlatan Ibrahimovic sem skoraði fyrsta og síðasta markið í leiknum og tryggði Manchester United sigurinn. Var þetta fyrsti úrslitaleikur Manchester United undir stjórn Jose Mourinho en það tók portúgalska knattspyrnustjórann ekki langan tíma að vinna fyrsta titilinn sem stjóri liðsins. Dýrlingarnir frá Southampton byrjuðu leikinn betur og virtust hafa komist yfir í fyrri hálfleik þegar Manolo Gabbiadini kom boltanum í netið en hann var ranglega dæmdur rangstæður. Stuttu síðar kom Zlatan Rauðu djöflunum yfir með aukaspyrnu af 25 metra færi en hægt er ða setja spurningarmerki við Fraser Forster í marki Southampton í markinu. Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks bætti Jesse Lingard við öðru marki Manchester United með snyrtilegri afgreiðslu eftir sendingu frá Marcus Rojo en Gabbiadini kom Southampton aftur inn í leikinn með marki í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Gabbiadini var aftur á ferðinni í upphafi seinni hálfleiks þegar hann stýrði boltanum í netið frá vítateigslínunni en Southampton virtust vera líklegri til að vinna leikinn í seinni hálfleik. Komst Oriel Romeau næst því að koma Southampton yfir þegar skalli hans hafnaði í stönginni en Zlatan átti eftir að láta til sín taka. Skallaði hann þá fyrirgjöf Ander Herrera í netið af stuttu færi eftir fína sókn Manchester United en miðverðir Southampton gleymdu sér í aðeins nokkrar sekúndur og sá sænski var fljótur að refsa. Fimmti deildarbikarmeistaratitill Manchester United staðreynd og þrátt fyrir að Southampton hafi stýrt leiknum lengst af voru það lærisveinar Jose Mourinho sem fögnuðu sigrinum og taka á móti titlinum.Zlatan kemur Manchester United yfir: Lingard bætir við: Dýrlingarnir minnka muninn: Dýrlingarnir jafna: Sigurmark Zlatans:
Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Sjá meira