
Þorvaldur Örlygsson er fyrsti Íslendingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann spilaði allar 90 mínúturnar í 3-1 tapi Nott. Forest á móti Norwich á Carrow Road.
16. janúar 1993
Þorvaldur Örlygsson er fyrsti Íslendingurinn sem skorar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann innsiglar 3-0 sigur Nottingham Forest á Chelsea á City Ground fimm mínútum eftir að hann kom inn á.

332
Hermann Hreiðarsson er sá Íslendingur sem hefur spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann lék ellefu tímabil í deildinni með liðunum Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Portsmouth.

55
Eiður Smári Guðjohnsen er sá Íslendingur sem hefur skorað flest mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Chelsea (54) og Tottenham (1).

33
Gylfi Þór Sigurðsson er sá Íslendingur sem hefur gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.

2
Tveir íslenskir leikmenn hafa náð að skora í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en það eru Heiðar Helguson með Watford á móti Liverpool 15. janúar 2000 og Jóhannes Karl Guðjónsson með Aston Villa á móti Middlesbrough 28. janúar 2003.