James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum.
Í yfirlýsingu Comey vegna málsins lýsir hann því sem þeim fór á milli en Trump hafði sagst vonast til að Comey myndi hætta rannsókn á tengslum Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, við Rússa.
Comey varð ekki við þeirri beiðni og var hann rekinn skömmu síðar.
Comey segist í yfirlýsingunni hafa túlkað orð forsetans á þann veg að hann væri að biðja hann að hætta rannsókninni og segist hann hafa tekið því afar nærri sér.
Lögmaður Trump forseta í gær sagði í gær að framburður Comey „réttlæti [forsetann] algerlega og fyllilega“. Þingmenn Repúblikana hafa tekið misjafnlega í uppljóstranir Comey.
Hægt verður að fylgjast með útsendingunni á Vísi síðar í dag.
Comey mætir fyrir þingnefnd síðar í dag

Tengdar fréttir

Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann
Sumir telja framburð James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, staðfesta að Donald Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en forsetinn finnur réttlætingu á eigin orðum í yfirlýsingu Comey.

Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn
Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur.

Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum
James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun.