Lögmaður Trump rengir orð Comey Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2017 18:43 Donald Trump ræðst á trúverðugleika James Comey í yfirlýsingu frá lögmanni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ekki um hollustu, að sögn lögmanns forsetans. Auk þess að rengja framburð Comey þessa efnis sakar lögmaðurinn hann um að leka „einkasamtölum“ við forsetann. Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í dag. Í skriflegu ávarpi sem hann sendi nefndinni sagði hann Trump hafa krafið sig um lýsa yfir hollustu við hann. „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu,“ segir Comey að Trump hafi sagt við sig. Mark Kasowitz, lögmaður Trump, sendi frá sér yfirlýsingu eftir framburð Comey fyrir þingnefndinni í dag þar sem hann hafnar orðum fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump rak í síðasta mánuði vegna rannsóknar hans á tengslum starfsmanna framboðs hans við Rússa. „Forsetinn sagði herra Comey heldur aldrei „Ég þarfnast hollustu. Ég geri ráð fyrir hollustu“ á nokkurn hátt eða að efni til,“ segir Kasotwiz sem tók einnig fram að forsetinn hefði rétt á að krefja undirmenn sína um hollustu samkvæmt frétt Washington Post.James Comey bar vitni eiðsvarinn fyrir þingnefnd um samskipti sín við Donald Trump.Vísir/EPASkipaði Comey ekki að stöðva rannsóknina Þá hafnar Kasowitz því að Trump hafi skipað Comey að stöðva rannsóknina á tengslum framboðsins við Rússa. Sakar hann Comey um að rjúfa trúnað með því að greina frá efni trúnaðarsamtala hans við forsetann. Kasowitz gaf í skyn að sá leki gæti verið rannsakaður af þartilbærum yfirvöldum. Comey bar að Trump hafi lýst von sinni að hann gæti látið mál gegn þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla niður. Það segist Comey hafa túlkað sem svo að forsetinn væri að biðja hann um að hætta rannsókninni. Þrátt fyrir að lögmaðurinn rengdi mikilvæga hluta framburðar Comey taldi hann orð fyrrverandi forstjórans um að hann hefði vissulega sagt Trump að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar trúverðug og að þau réttlætu fullyrðingar forsetans þess efnis. Lögmaðurinn las tilbúna yfirlýsingu á blaðamannafundi en tók engar spurningar frá fjölmiðlamönnum. Sjálfur hefur Trump enn ekki tjáð sig opinberlega um framburð Comey.
Donald Trump Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Sjá meira