Allt sem þú þarft að vita um hollensku þingkosningarnar atli ísleifsson skrifar 15. febrúar 2017 09:00 Forsætisráðherrann Mark Rutte og popúlistinn Geert Wilders. Augu íbúa Evrópu munu beinast að Hollandi um miðjan næsta mánuð þar sem fram fara þingkosningar þann 15. mars. Sérstaklega verður fylgst með gengi Frelsisflokksins (PVV), flokks popúlistans Geert Wilders, en hollensku kosningarnar eru af mörgum taldar geta gefið fyrirheit um það sem koma skal í öðrum kosningum í álfunni síðar á árinu. Frakkar munu til að mynda kjósa sér nýjan forseta í vor og Þjóðverjar nýtt þing í september. Skoðanakannanir benda til að Frelsisflokkur Wilders verði sigurvegari kosninganna og muni tryggja sér flest sæti á þingi. Þó er ekkert fast í hendi og verður að teljast afskaplega hæpið að hann verði hluti af, og hvað þá leiði, þá stjórn sem mynduð verður að kosningunum loknum. Leiðtogar annarra flokka hafa keppst við að útiloka samstarf við Wilders og PVV. Líklegast þykir að forsætisráðherrann, hægrimaðurinn Mark Rutte, muni áfram stýra landinu í fjölflokka stjórn, án Wilders. Mið- og hægriflokkar hafa margir lýst yfir áhuga á samstarfi að kosningum loknum og þannig ná fram ýmsum þeim breytingum í skatta- og atvinnumálum sem samstarfsflokkur Rutte í ríkisstjórn, Verkamannaflokkurinn (PvdA), hefur staðið í vegi fyrir á yfirstandandi kjörtímabili.Diederik Samsom og Mark Rutte árið 2012.Vísir/AFPVVD og Verkamannaflokkurinn saman í ríkisstjórnFulltrúar á hollenska þinginu í Haag eru alls 150 talsins. Enginn er þröskuldurinn sem gerir það að verkum að þingflokkar eru margir. Í kosningunum 2012 náðu tíu flokkar mönnum inn á þing. Hins vegar hefur mikið gengið á í hollenskum stjórnmálum á kjörtímabilinu, flokkar klofnað og eru hópar á þingi nú alls sautján talsins. VVD-flokkur Rutte og Verkamannaflokkurinn unnu báðir sigra í kosningunum árið 2012 og mynduðu saman ríkisstjórn að kosningum loknum, eftir að fyrrverandi samstarfsflokkar VVD, Kristilegir demókratar og Frelsisflokkurinn, höfðu misst þingsæti í kosningunum. Stuðningsmenn bæði VVD og PvdA urðu margir fyrir vonbrigðum með myndun slíkrar ríkisstjórnar þar sem þeir höfðu greitt öðrum flokknum atkvæði til að halda hinum frá völdum. Nú hefur hins vegar kvarnast úr meirihlutanum og svo komið að flokkarnir eru saman með 75 manna þinglið á 150 manna þingi.Mark Rutte.Vísir/aFPFulltrúar í efri deild hollenska þingsins eru kosnir af fulltrúum tólf héraðsstjórna landsins á fjögurra ára fresti. Síðustu kosningar til efri deildar þingsins fóru fram árið 2015. Mynda þarf meirihluta í báðum deildum þingsins til að stýra landinu, en efri deild þingsins getur einungis vísað lögum aftur til neðri deildar, ekki gert breytingar á lögum. Afar óalgengt er að ríkisstjórn bíði lægri hlut í atvæðagreiðslu í efri deild þingsins. Á síðustu árum hefur þátttaka í kosningum til neðri deildar þingsins verið á bilinu 75 til 80 prósent.Geert Wilders kveðst berjast gegn „íslamsvæðingu“ Hollands.Vísir/AFPHver eru helstu kosningamálin?Mið- og hægriflokkar vilja margir gera breytingar á vinnumarkaðslöggjöf fráfarandi stjórnar, sem þeir telja hafa reynst atvinnurekendum og sjálfstætt starfandi erfið í skauti. Atvinnuleysi hefur þó minnkað í Hollandi á síðustu mánuðum – er tæp sex prósent – og því kann svo að fara að atvinnumálin verði minna áberandi en margir héldu fyrirfram. Heilbrigðismálin verða að öllum líkindum áberandi þar sem deilur hafa staðið um rekstrarform heilbrigðisþjónustu. Evrópumálin eru alltaf áberandi í umræðunni þar sem Frelsisflokkur Wilders vill byggja á Brexit-atkvæðagreiðslunni sem skók evrópsk stjórnmál á síðasta ári, og krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Hollands í Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkurinn VNL, þar sem í eru fyrrverandi þingmenn Frelsisflokksins, krefst sömuleiðis slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir einnig fyrir valdaminni framkvæmdastjórn ESB. Ljóst má vera að innflyjendamálin verði mjög áberandi í kosningabaráttunni, en Frelsisflokkurinn sækir mjög stuðnings til fólks sem er á móti straumi innflytjenda og flóttafólks til landsins. Rutte ritaði í síðasta mánuði opið bréf til Hollendinga þar sem hann hvatti alla þá sem ekki væru sammála hollenskum gildum að yfirgefa landið. Liggur í augum uppi að Rutte vilji með þessu ná aftur hluta þeirra kjósenda sem segjast ætla að kjósa Frelsisflokkinn, sem mælst hefur stærstur í könnunum síðustu mánuði.Lodewijk Asscher tók við formennsku í Verkamannaflokknum af Diederik Samsom í desember.Vísir/AFPHvaða flokkar bjóða fram?Alls eru einhverjir 28 flokkar í framboði, en að neðan má sjá yfirlit yfir þá sem líklegastir eru taldir að ná mönnum inn á þing.VVD-flokkur Rutte var um árabil þriðji stærsti flokkur landsins, en árið 2010 tók hann fram úr Kristilegum demókrötum sem stærsti flokkurinn á hægrivængnum. Flokkurinn þykir frjálslyndur þegar kemur að efnahagsmálum og samfélagsmálum og styður þannig við bakið á einkaframtaki, fríverslun, líknardrápi og réttindum hinsegin fólks. Á síðustu árum hefur flokkurinn gerst gagnrýnni í umræðunni um málefni innflytjenda.Verkamannaflokkurinn (PvdA) hefur í gegnum árin verið stærsti flokkurinn á vinstri væng hollenskra stjórnmála og er nú annar stærsti flokkurinn á þingi. Flokkurinn hefur helst sótt fylgi sitt til opinberra starfsmanna og innflytjenda. Í meirihlutastjórn með VVD hefur flokkurinn staðið í vegi fyrir frekari einkavæðingu og einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Í desember tók félagsmálaráðherrann Lodewijk Asscher við formennsku í flokknum af Diederik Samsom, en kannanir benda til að flokkurinn muni bíða afhroð í kosningunum.Jesse Klaver er formaður Græna vinstriflokksins. Fylgi þeirra hefur rokið upp á síðustu mánuðum.Vísir/AFPFrelsisflokkurinn sækir atkvæði sín bæði til hægri og vinstri þar sem hann heitir aukinni innspýtingu í velferðarmálin og talar fyrir mun strangari innflytjendalöggjöf. Þetta er eini flokkurinn sem berst fyrir útgöngu Hollands úr Evrópusambandinu, auk þess að Wilders berst gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu Hollands“. Flokkurinn hefur á síðustu árum sankað að sér svokölluðu óánægjufylgi kjósenda.Kristilegir demókratar voru áður ráðandi flokkur í hollenskum stjórnmálum. Undir formennsku Sybrand van Haersma Buma hefur flokkurinn breytt ímynd sinni og sækir nú fylgi meira inn á miðjuna. Flokkurinn sækir helst fylgi sitt á landsbyggðina og í kaþólskum suðurhluta landsins.Demókratar 66 er flokkur sem hefur reynslu af því að vinna bæði til hægri og vinstri. Flokkurinn er sá flokkur á þingi sem er hvað jákvæðastur í garð Evrópusamstarfsins. Formanninum Alexander Pechtold er lýst sem erkióvini Geert Wilders. Kjósendur flokksins eru helst háskólamenntaðir og opinberir starfsmenn, sér í lagi kennarar.Sósíalistaflokknum hefur ekki tekist að nýta sér erfiðleika Verkamannaflokksins, heldur benda kannanir til þess að flokkurinn muni tapa þingsætum.Græni vinstriflokkurinn hefur verið sá flokkur sem hefur helst tekist að nýta sér óvinsældir Verkamannaflokksins. Græningjar hafa enn ekki átt aðild að ríkisstjórn en hafa unnið með Rutte og flokki hans á sveitarstjórnarstigi.Aðrir flokkar sem eru líklegir til að ná sætum á þingi eru Kristilega bandalagið, Viðreisnarflokkurinn, 50 Plús (flokkur eldri borgara) og Flokkur dýranna sem berst fyrir réttindum dýra.Skoðanakannanir hafa sýnt að VVD-flokkur Rutte og Frelsisflokkur Wilders muni berjast um hvor þeirra verði stærsti flokkurinn á þingi. Síðustu vikurnar hefur Frelsisflokkurinn mælst stærri en óvíst er hvort að sá mikli stuðningur muni skila sér þegar stund sannleikans rennur upp miðvikudaginn 15. mars. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Rutte segir núll prósent líkur á að hann muni vinna með Wilders Kosningabaráttan í Hollandi er hafin, en þingkosningar fara þar fram 15. mars næstkomandi. 12. febrúar 2017 20:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Augu íbúa Evrópu munu beinast að Hollandi um miðjan næsta mánuð þar sem fram fara þingkosningar þann 15. mars. Sérstaklega verður fylgst með gengi Frelsisflokksins (PVV), flokks popúlistans Geert Wilders, en hollensku kosningarnar eru af mörgum taldar geta gefið fyrirheit um það sem koma skal í öðrum kosningum í álfunni síðar á árinu. Frakkar munu til að mynda kjósa sér nýjan forseta í vor og Þjóðverjar nýtt þing í september. Skoðanakannanir benda til að Frelsisflokkur Wilders verði sigurvegari kosninganna og muni tryggja sér flest sæti á þingi. Þó er ekkert fast í hendi og verður að teljast afskaplega hæpið að hann verði hluti af, og hvað þá leiði, þá stjórn sem mynduð verður að kosningunum loknum. Leiðtogar annarra flokka hafa keppst við að útiloka samstarf við Wilders og PVV. Líklegast þykir að forsætisráðherrann, hægrimaðurinn Mark Rutte, muni áfram stýra landinu í fjölflokka stjórn, án Wilders. Mið- og hægriflokkar hafa margir lýst yfir áhuga á samstarfi að kosningum loknum og þannig ná fram ýmsum þeim breytingum í skatta- og atvinnumálum sem samstarfsflokkur Rutte í ríkisstjórn, Verkamannaflokkurinn (PvdA), hefur staðið í vegi fyrir á yfirstandandi kjörtímabili.Diederik Samsom og Mark Rutte árið 2012.Vísir/AFPVVD og Verkamannaflokkurinn saman í ríkisstjórnFulltrúar á hollenska þinginu í Haag eru alls 150 talsins. Enginn er þröskuldurinn sem gerir það að verkum að þingflokkar eru margir. Í kosningunum 2012 náðu tíu flokkar mönnum inn á þing. Hins vegar hefur mikið gengið á í hollenskum stjórnmálum á kjörtímabilinu, flokkar klofnað og eru hópar á þingi nú alls sautján talsins. VVD-flokkur Rutte og Verkamannaflokkurinn unnu báðir sigra í kosningunum árið 2012 og mynduðu saman ríkisstjórn að kosningum loknum, eftir að fyrrverandi samstarfsflokkar VVD, Kristilegir demókratar og Frelsisflokkurinn, höfðu misst þingsæti í kosningunum. Stuðningsmenn bæði VVD og PvdA urðu margir fyrir vonbrigðum með myndun slíkrar ríkisstjórnar þar sem þeir höfðu greitt öðrum flokknum atkvæði til að halda hinum frá völdum. Nú hefur hins vegar kvarnast úr meirihlutanum og svo komið að flokkarnir eru saman með 75 manna þinglið á 150 manna þingi.Mark Rutte.Vísir/aFPFulltrúar í efri deild hollenska þingsins eru kosnir af fulltrúum tólf héraðsstjórna landsins á fjögurra ára fresti. Síðustu kosningar til efri deildar þingsins fóru fram árið 2015. Mynda þarf meirihluta í báðum deildum þingsins til að stýra landinu, en efri deild þingsins getur einungis vísað lögum aftur til neðri deildar, ekki gert breytingar á lögum. Afar óalgengt er að ríkisstjórn bíði lægri hlut í atvæðagreiðslu í efri deild þingsins. Á síðustu árum hefur þátttaka í kosningum til neðri deildar þingsins verið á bilinu 75 til 80 prósent.Geert Wilders kveðst berjast gegn „íslamsvæðingu“ Hollands.Vísir/AFPHver eru helstu kosningamálin?Mið- og hægriflokkar vilja margir gera breytingar á vinnumarkaðslöggjöf fráfarandi stjórnar, sem þeir telja hafa reynst atvinnurekendum og sjálfstætt starfandi erfið í skauti. Atvinnuleysi hefur þó minnkað í Hollandi á síðustu mánuðum – er tæp sex prósent – og því kann svo að fara að atvinnumálin verði minna áberandi en margir héldu fyrirfram. Heilbrigðismálin verða að öllum líkindum áberandi þar sem deilur hafa staðið um rekstrarform heilbrigðisþjónustu. Evrópumálin eru alltaf áberandi í umræðunni þar sem Frelsisflokkur Wilders vill byggja á Brexit-atkvæðagreiðslunni sem skók evrópsk stjórnmál á síðasta ári, og krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Hollands í Evrópusambandinu. Stjórnmálaflokkurinn VNL, þar sem í eru fyrrverandi þingmenn Frelsisflokksins, krefst sömuleiðis slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir einnig fyrir valdaminni framkvæmdastjórn ESB. Ljóst má vera að innflyjendamálin verði mjög áberandi í kosningabaráttunni, en Frelsisflokkurinn sækir mjög stuðnings til fólks sem er á móti straumi innflytjenda og flóttafólks til landsins. Rutte ritaði í síðasta mánuði opið bréf til Hollendinga þar sem hann hvatti alla þá sem ekki væru sammála hollenskum gildum að yfirgefa landið. Liggur í augum uppi að Rutte vilji með þessu ná aftur hluta þeirra kjósenda sem segjast ætla að kjósa Frelsisflokkinn, sem mælst hefur stærstur í könnunum síðustu mánuði.Lodewijk Asscher tók við formennsku í Verkamannaflokknum af Diederik Samsom í desember.Vísir/AFPHvaða flokkar bjóða fram?Alls eru einhverjir 28 flokkar í framboði, en að neðan má sjá yfirlit yfir þá sem líklegastir eru taldir að ná mönnum inn á þing.VVD-flokkur Rutte var um árabil þriðji stærsti flokkur landsins, en árið 2010 tók hann fram úr Kristilegum demókrötum sem stærsti flokkurinn á hægrivængnum. Flokkurinn þykir frjálslyndur þegar kemur að efnahagsmálum og samfélagsmálum og styður þannig við bakið á einkaframtaki, fríverslun, líknardrápi og réttindum hinsegin fólks. Á síðustu árum hefur flokkurinn gerst gagnrýnni í umræðunni um málefni innflytjenda.Verkamannaflokkurinn (PvdA) hefur í gegnum árin verið stærsti flokkurinn á vinstri væng hollenskra stjórnmála og er nú annar stærsti flokkurinn á þingi. Flokkurinn hefur helst sótt fylgi sitt til opinberra starfsmanna og innflytjenda. Í meirihlutastjórn með VVD hefur flokkurinn staðið í vegi fyrir frekari einkavæðingu og einkarekstri í heilbrigðisgeiranum. Í desember tók félagsmálaráðherrann Lodewijk Asscher við formennsku í flokknum af Diederik Samsom, en kannanir benda til að flokkurinn muni bíða afhroð í kosningunum.Jesse Klaver er formaður Græna vinstriflokksins. Fylgi þeirra hefur rokið upp á síðustu mánuðum.Vísir/AFPFrelsisflokkurinn sækir atkvæði sín bæði til hægri og vinstri þar sem hann heitir aukinni innspýtingu í velferðarmálin og talar fyrir mun strangari innflytjendalöggjöf. Þetta er eini flokkurinn sem berst fyrir útgöngu Hollands úr Evrópusambandinu, auk þess að Wilders berst gegn því sem hann kallar „íslamsvæðingu Hollands“. Flokkurinn hefur á síðustu árum sankað að sér svokölluðu óánægjufylgi kjósenda.Kristilegir demókratar voru áður ráðandi flokkur í hollenskum stjórnmálum. Undir formennsku Sybrand van Haersma Buma hefur flokkurinn breytt ímynd sinni og sækir nú fylgi meira inn á miðjuna. Flokkurinn sækir helst fylgi sitt á landsbyggðina og í kaþólskum suðurhluta landsins.Demókratar 66 er flokkur sem hefur reynslu af því að vinna bæði til hægri og vinstri. Flokkurinn er sá flokkur á þingi sem er hvað jákvæðastur í garð Evrópusamstarfsins. Formanninum Alexander Pechtold er lýst sem erkióvini Geert Wilders. Kjósendur flokksins eru helst háskólamenntaðir og opinberir starfsmenn, sér í lagi kennarar.Sósíalistaflokknum hefur ekki tekist að nýta sér erfiðleika Verkamannaflokksins, heldur benda kannanir til þess að flokkurinn muni tapa þingsætum.Græni vinstriflokkurinn hefur verið sá flokkur sem hefur helst tekist að nýta sér óvinsældir Verkamannaflokksins. Græningjar hafa enn ekki átt aðild að ríkisstjórn en hafa unnið með Rutte og flokki hans á sveitarstjórnarstigi.Aðrir flokkar sem eru líklegir til að ná sætum á þingi eru Kristilega bandalagið, Viðreisnarflokkurinn, 50 Plús (flokkur eldri borgara) og Flokkur dýranna sem berst fyrir réttindum dýra.Skoðanakannanir hafa sýnt að VVD-flokkur Rutte og Frelsisflokkur Wilders muni berjast um hvor þeirra verði stærsti flokkurinn á þingi. Síðustu vikurnar hefur Frelsisflokkurinn mælst stærri en óvíst er hvort að sá mikli stuðningur muni skila sér þegar stund sannleikans rennur upp miðvikudaginn 15. mars.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Rutte segir núll prósent líkur á að hann muni vinna með Wilders Kosningabaráttan í Hollandi er hafin, en þingkosningar fara þar fram 15. mars næstkomandi. 12. febrúar 2017 20:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Rutte segir núll prósent líkur á að hann muni vinna með Wilders Kosningabaráttan í Hollandi er hafin, en þingkosningar fara þar fram 15. mars næstkomandi. 12. febrúar 2017 20:08