Mjólkin búin í búðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 20:00 Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira