Mjólkin búin í búðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. júní 2017 20:00 Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna. Hljóðlátt var við landamæri Katar og Sádí-Arabíu í dag þar sem lokað hefur verið fyrir samgöngur til landsins frá nokkrum arabaríkjum í gegnum loft-, land- og sjóleiðir. Á venjulegum degi liggur stríður straumur vörubíla í gegnum land landærahliðið þar sem Katar treystir að mestu á innflutning á matvörum. Nokkur arabalönd hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna meints stuðnings landsins við hryðjuverkasamtök. Einar Einarsson starfar sem sjúkraþjálfari í Doha í Katar. Hann segir eitthvað um að fólk hafi verið að hamstra mat. „Til dæmis mjólkin sem kemur eiginlega öll frá Sádí-Arabíu, þessi sem ég kaupi vanalega. Þannig ég keypti mjólk í gleri frá Katar en það var allavega búðarmjólk. Ég veit ekki hvort við þurfum síðan að fara drekka mjólk frá úlföldunum. En ég hef ekkert miklar áhyggjur af matarskorti," segir Einar. Hann bendir á að aðgerðaráætlun til að taka á aðstæðum sem þessum hafi verið komið upp árið 2014 þegar ósætti ríkti á svæðinu. „Fólk var í gær aðeins að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið út peninga og virtist vera sem það hafi vantað dollara. En það virðist vera komið í lag í dag og fólk hefur getað millifært," segir hann. Einar var sjálfur ekki búinn að skipuleggja ferðir til landanna í kring og hefur samgöngubannið því ekki bein áhrif á hann. Ferðalögin gætu þó orðið dýrari þar sem það hefur verið ódýrara að að millilenda í löndunum í kring. Þá segir hann að bannið gæti haft áhrif á starfið hans þar sem stór kúnnahópur er frá Sádí-Arabíu. „Ég veit ekki hvort það verði minna að gera en það er alveg hugsanlegt. Af því spítalinn þar sem ég vinn er einn sá stærsti á þessu svæði í íþróttameiðslum. Mjög stór hópur af okkar kúnnum kemur frá Sádí-Arabíu og þessum löndum í kring. Ég var einmitt með einn í gær sem sagði að hann myndi líklega fara heim í dag. Hann kom ekki í dag og er því líklega farinn," segir Einar.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira