BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og Leighton Baines. Vísir/Getty Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira