BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og Leighton Baines. Vísir/Getty Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira