BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og Leighton Baines. Vísir/Getty Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira