BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og Leighton Baines. Vísir/Getty Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. Everton tapaði enn einum leiknum um helgina á heimavelli á móti Arsenal og situr nú í fallsæti eftir níu umferðir með 8 stig og -11 í markatölu. Pressan er nú mikil á Ronald Koeman sem gerði góða hluti með Everton-liðið á síðasta tímabili þar sem hann skilaði liðinu í Evrópukeppni með því að ná sjöunda sæti deildarinnar. Hann fékk líka pening til að styrkja liðið og eyddi meira en 140 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar. Koeman keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum en Phil McNulty segir að vandamálið sé að hann fyllti ekki í skarð framherjans öfluga Romelu Lukaku. Romelu Lukaku hélt sóknarleik Everton á floti á síðustu leiktíð með því að skora 25 mörk en það kom enginn nía í staðinn fyrir hann í sumar. Þvert á móti þá safnaði Ronald Koeman tíum í liðið sitt. Ein af tíunum og sá leikmaður sem Ronald Koeman lagði mesta áherslu á að fá var íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Everton eyddi 45 milljónum punda í okkar mann og Phil McNulty segir að þau kaup hafi skilað liðinu litlu. Leikurinn á móti Everton var áttundi leikur Gylfa í röð í búningi Everton í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann nær ekki að koma að marki. 0 mörk og 0 stoðsendingar á 659 mínútunum í ensku úrvalsdeildinni ekki glæsileg tölfræði fyrir 45 milljón punda mann. Hann keypti markvörðinn Jordan Pickford, varnarmanninn Michael Keane og eyddi 25 milljónum í fyrirliða Ajax Davy Klaassen. Everton keypti líka spænska 21 árs landsliðsframherjann Sandro Ramirez og Wayne Rooney kom aftur heim frá Manchester United. Það tók síðan margar sársaukafullar vikur að landa Gylfa Þór Sigurðssyni sem á endanum kom fyrir 45 milljónir punda eftir að tímabilið var byrjað. Phil McNulty segir að Everton hafi sett öll eggin sín í eina skál með því að reyna að fá Olivier Giroud frá Arsenal. Franski framherjinn vildi hinsvegar ekki koma. Eftir það var enginn tími til að bregðast við. Það bjó til mikið ójafnvægi í liðinu fyrir Koeman. Hann var nú með þrjár tíur í Rooney, Klaassen og Gylfa Sigurðssyni sem vildu að sjálfsögðu allir spila sína uppáhaldsstöðu. Sandro hefur gengið illa að aðlagast enska boltanum og mikil ábyrgð hefur verið á hinum unga Dominic Calvert-Lewin. McNulty segir að fyrir vikið hafi Koeman verið í vandræðum allt tímabilið með að finna sitt besta lið. Hann talar um að Koeman sé að nota skóhorn til að koma bæði Gylfa og Wayne Rooney inn í liðið og fyrir vikið skorti liðið hraða og að halda breidd inn á vellinum. Það má lesa allan pistil Phil McNulty með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira