Ráðherrann blés á samsæri en ýmsum spurningum ósvarað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 09:00 Sessions gaf ekki mikið fyrir sögusagnir þess efnis að hann hefði staðið í samsæri með Rússum. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar að hafa átt leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Þá segir hann að allar frásagnir um að hann hafi tekið þátt í samsæri með stjórnvöldum í Kremlin vera „hræðilega og viðbjóðslega lygi“. Þetta kom fram í máli ráðherrans fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins í gær. Í upphafi marsmánaðar var sagt frá því í Washington Post að Sessions hefði hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, í tvígang á meðan kosningabarátta Donalds Trump stóð yfir. Á þeim tíma var Sessions þingmaður í öldungadeild Bandaríkjanna. Málið vakti hneykslan en Sessions hafði neitað því í yfirheyrslu þingsins, áður en hann var samþykktur sem ráðherra, að hafa „átt í nokkrum samskiptum við Rússland“. „Ég hef aldrei fundað eða átt samtal við nokkurn Rússa, eða annan erlendan embættismann, varðandi nokkra kosningabaráttu eða kosningar í Bandaríkjunum,“ sagði Sessions fyrir nefndinni í gær. Hann staðfesti að hann hefði hitt Kislyak í tvígang en mundi hins vegar ekki hvort það hefði verið á fundi í tengslum við kosningabaráttu Trumps. Framburður hans þótti nokkuð stopull en ítrekað sagðist hann ekki muna hvernig atvik voru. Aðspurður um samtöl við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, baðst Sessions undan því að svara. Sú afstaða fór mjög í taugarnar á nefndarmönnum Demókrata sem sökuðu ráðherrann um að torvelda rannsókn á aðkomu Rússa að forsetakosningunum í fyrra. James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, mætti fyrir sömu nefnd í síðustu viku. Í máli hans kom skýrt fram að hann teldi að krumlur frá Kremlin hefðu að minnsta kosti reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í fyrra. Sá fundur þótti ekki jákvæður vitnisburður fyrir forsetann og stjórn hans. Sömu sögu er að segja af fundinum í gær. Sessions tókst ágætlega að skrúfa niður í þeim sem tala um leynimakk hans og Rússa. Hins vegar er spurningum enn ósvarað um hvort hann hafi sagt ósatt eftir að hafa svarið þess eið að segja satt. Einnig telja margir hann hafa staðið í vegi fyrir réttlæti og þá er margt enn á huldu varðandi aðkomu hans að brottrekstri Comeys.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira