Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 19:45 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja skýrsluna ekki inn á þingið þá en hún hefði þá komið fyrir sjónir almennings fyrir þingkosningarnar 29. október. Í fréttum Stöðvar 2 var Bjarni spurður hvort hann héldi að skýrslan ætti eftir að verða honum til leiðinda. „Nei, ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera. Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið. Við vorum komin að þinglokum þegar ég var tilbúinn að leggja hana inn í þing en einhverjir gætu sagt að það hafi verið mistök hjá mér að leggja hana ekki fram, jafnvel þó að það væru ekki nema einn eða tveir sólarhringar eftir af þinginu og ljóst að hún gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð þar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvaða efnisatriði það væru í skýrslunni sem hefðu átt að gefa honum tilefni til að halda henni frá umræðunni. Þá sagði Bjarni jafnframt að skýrslan kallaði á enn frekari skoðun á þeim málum sem hún tekur til, ekki síst vegna þess að í henni sjáist vel hversu erfitt það er að áætla hversu miklum tekjum þjóðarbúið kann að hafa orðið af vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum. Tengdar fréttir Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að leggja skýrsluna ekki inn á þingið þá en hún hefði þá komið fyrir sjónir almennings fyrir þingkosningarnar 29. október. Í fréttum Stöðvar 2 var Bjarni spurður hvort hann héldi að skýrslan ætti eftir að verða honum til leiðinda. „Nei, ég sé ekki hvers vegna það ætti að vera. Ég skil vel fólk hafi skoðanir á því hvort skýrslan hefði átt að koma fyrr eða ekki en ég hugsaði þessa skýrslu fyrir þingið. Við vorum komin að þinglokum þegar ég var tilbúinn að leggja hana inn í þing en einhverjir gætu sagt að það hafi verið mistök hjá mér að leggja hana ekki fram, jafnvel þó að það væru ekki nema einn eða tveir sólarhringar eftir af þinginu og ljóst að hún gæti ekki fengið almennilega málsmeðferð þar,“ sagði Bjarni og bætti við: „Það kann að vera að ég hafi gert þau mistök og kannski hefði ég átt að gera það.“ Hann sagðist hins vegar ekki sjá hvaða efnisatriði það væru í skýrslunni sem hefðu átt að gefa honum tilefni til að halda henni frá umræðunni. Þá sagði Bjarni jafnframt að skýrslan kallaði á enn frekari skoðun á þeim málum sem hún tekur til, ekki síst vegna þess að í henni sjáist vel hversu erfitt það er að áætla hversu miklum tekjum þjóðarbúið kann að hafa orðið af vegna eigna Íslendinga í skattaskjólum.
Tengdar fréttir Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22 Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Þingmaður Vinstri grænna vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur ráðherra. 9. janúar 2017 15:22
Katrín óskar eftir fundi vegna skattaskjólsskýrslu Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefur farið fram á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku til að fjalla niðurstöður skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 7. janúar 2017 18:16
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30