Skattaskjólsskýrslan: Svandís spyr umboðsmann hvort Bjarni hafi brotið siðareglur Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2017 15:22 Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra. vísir/ernir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur sent umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hún óskar eftir því að fjallað verði um hvort að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra í tengslum við birtingu á skattaskjólsskýrslunni svokölluðu. „Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot,“ segir í ereindinu. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Svandís segir að spurningar hafi vaknað um að ákvörðun ráðherrans kunni að varða c-lið 6. grein siðareglna ráðherra þar sem segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“ Í inngangi að gildandi siðareglum kemur fram að ábendingum megi koma á framfæri við umboðsmann Alþingis kunni að vakna spurningar um hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna. Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur sent umboðsmanni Alþingis erindi þar sem hún óskar eftir því að fjallað verði um hvort að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið gegn siðareglum ráðherra í tengslum við birtingu á skattaskjólsskýrslunni svokölluðu. „Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot,“ segir í ereindinu. Komið hefur fram að skýrslu starfshópsins hafi verið skilað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þann 13. september og Bjarni fengið kynningu á henni 5. dag októbermánaðar, 24 dögum fyrir kosningar. Skýrslan var loks gerð opinber síðastliðinn föstudag, 6. janúar. Svandís segir að spurningar hafi vaknað um að ákvörðun ráðherrans kunni að varða c-lið 6. grein siðareglna ráðherra þar sem segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“ Í inngangi að gildandi siðareglum kemur fram að ábendingum megi koma á framfæri við umboðsmann Alþingis kunni að vakna spurningar um hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Í umræddri skýrslu kom fram að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna vantalinna eigna Íslendinga í skattaskjólum gæti numið allt frá 2,8 milljörðum til 6,5 milljarða á ári. Þá segir að á árunum 2006 til 2014 hafi íslenska ríkið mögulega orðið af 56 milljörðum króna.
Tengdar fréttir Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03 Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30 Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48 Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51 Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Skýrslunni um eignir íslendinga á aflandssvæðum var skilað inn 13. september samkvæmt ráðuneytisstjóra, en Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslunni hafi ekki verið skilað fyrr en 13. október. 8. janúar 2017 16:03
Birgitta: Fráleitt að birting skýrslunnar hefði ekki haft áhrif á úrslit kosninga Birgitta Jónsdóttir segir að Panama-skjölin hefðu aftur komist á dagskrá fyrir kosningar, hefði skýrslan verið gerð opinber fyrir kosningar. 9. janúar 2017 11:30
Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það af og frá að hann hafi setið á skýrslu starfshóps sem kannaði umfang eigna Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar 7. janúar 2017 20:48
Tekjutap hins opinbera vegna aflandsfélaga allt að sex milljarðar á ári hverju Niðurstöður starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum gefa til kynna að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljarða króna. 6. janúar 2017 15:51
Bjarni segir að svör sín hafi verið ónákvæm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að svör sín um hvenær ráðuneyti sínu hefði borist skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum hafi verið ónákvæm. 8. janúar 2017 20:06