Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 9. maí 2017 19:18 Arnar Grétarsson entist aðeins í tvær umferðir í sumar. vísir/stefán Eins og kom fram fyrr í dag var Arnar Grétarsson látinn taka pokann sinn sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Hann stýrði liðinu aðeins í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Þetta er nýtt Íslandsmet í snemmbúnum brottrekstri þjálfara í efstu deild karla ef litið er til síðustu 40 ára eða frá stofnun tíu liða deildar árið 1977. Aðeins einn þjálfari á þessum 40 árum hefur verið rekinn eftir tvo leiki líkt og Arnar núna en það var Martinn Geirsson sem var rekinn frá Fram eftir tvær umferðir í Sjóvá Almennra-deildinni árið 1995. Fram var þá búið að gera eitt jafntefli og tapa einum leik en Blikarnir hans Arnars eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar. Enginn hefur þó verið rekinn eða hætt fyrr en Arnar Grétarsson þar sem Íslandsmótið hefst nú svo snemma. Arnar var rekinn í dag, níunda maí, en Martinn var látinn taka pokann sinn 29. maí eftir tvo leiki árið 1995. Næst fyrstur til að vera látinn fara ef litið er á dagsetningu en ekki umferð í deildinni er Lúkas Kostic sem var rekinn frá Grindavík 26. maí árið 2010. Arnar tók það met af Lúkasi í dag og jafnaði 22 ára gamalt met Marteins yfir að vera rekinn í annarri umferð. Arnar Grétarsson var búinn að tapa síðustu fjórum leikjum sem þjálfari Breiðabliks, tveimur síðustu í fyrra og tveimur fyrstu í sumar. Liðið skoraði eitt mark í þessum fjórum leikjum og fékk á sig átta. Blikaliðið vann aðeins tvo af síðustu níu heimaleikjum sínum undir stjórn Arnars, innbyrtu aðeins níu stig af 27 mögulegum og skoruðu ekki í fjórum þessara heimaleikja. Hér að neðan má sjá fljótustu þjálfarabreytingar í efstu deild frá 1977 en ekki allir voru reknir. Mila Stefán Jankovic hætti til dæmis sjálfur hjá Grindavík árið 2009.Arnar Grétarsson, Breiðablik 2017 2 leikir (2 töp)Marteinn Geirsson, Fram 1995 2 leikir (1 jafntefli, 1 tap)Milan Stefán Jankovic, Grindavík 2009 3 leikir (3 töp)Kristinn Björnsson, Valur 1999 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Ingi Björn Albertsson, Keflavík 1995 4 leikir (2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap - Var í 3. sæti)Kristinn R. Jónsson, Fram 2003 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Lúkas Kostic, Grindavík 2010 4 leikir (4 töp)Lúkas Kostic. KR 1997 5 leikir (1 sigur, 3 jafntefli, 1 tap)Þorvaldur Örlygsson, Fram 2013 5 leikir (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag var Arnar Grétarsson látinn taka pokann sinn sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. Hann stýrði liðinu aðeins í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Þetta er nýtt Íslandsmet í snemmbúnum brottrekstri þjálfara í efstu deild karla ef litið er til síðustu 40 ára eða frá stofnun tíu liða deildar árið 1977. Aðeins einn þjálfari á þessum 40 árum hefur verið rekinn eftir tvo leiki líkt og Arnar núna en það var Martinn Geirsson sem var rekinn frá Fram eftir tvær umferðir í Sjóvá Almennra-deildinni árið 1995. Fram var þá búið að gera eitt jafntefli og tapa einum leik en Blikarnir hans Arnars eru án stiga eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildarinnar. Enginn hefur þó verið rekinn eða hætt fyrr en Arnar Grétarsson þar sem Íslandsmótið hefst nú svo snemma. Arnar var rekinn í dag, níunda maí, en Martinn var látinn taka pokann sinn 29. maí eftir tvo leiki árið 1995. Næst fyrstur til að vera látinn fara ef litið er á dagsetningu en ekki umferð í deildinni er Lúkas Kostic sem var rekinn frá Grindavík 26. maí árið 2010. Arnar tók það met af Lúkasi í dag og jafnaði 22 ára gamalt met Marteins yfir að vera rekinn í annarri umferð. Arnar Grétarsson var búinn að tapa síðustu fjórum leikjum sem þjálfari Breiðabliks, tveimur síðustu í fyrra og tveimur fyrstu í sumar. Liðið skoraði eitt mark í þessum fjórum leikjum og fékk á sig átta. Blikaliðið vann aðeins tvo af síðustu níu heimaleikjum sínum undir stjórn Arnars, innbyrtu aðeins níu stig af 27 mögulegum og skoruðu ekki í fjórum þessara heimaleikja. Hér að neðan má sjá fljótustu þjálfarabreytingar í efstu deild frá 1977 en ekki allir voru reknir. Mila Stefán Jankovic hætti til dæmis sjálfur hjá Grindavík árið 2009.Arnar Grétarsson, Breiðablik 2017 2 leikir (2 töp)Marteinn Geirsson, Fram 1995 2 leikir (1 jafntefli, 1 tap)Milan Stefán Jankovic, Grindavík 2009 3 leikir (3 töp)Kristinn Björnsson, Valur 1999 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Ingi Björn Albertsson, Keflavík 1995 4 leikir (2 sigrar, 1 jafntefli, 1 tap - Var í 3. sæti)Kristinn R. Jónsson, Fram 2003 4 leikir (2 jafntefli, 2 töp)Lúkas Kostic, Grindavík 2010 4 leikir (4 töp)Lúkas Kostic. KR 1997 5 leikir (1 sigur, 3 jafntefli, 1 tap)Þorvaldur Örlygsson, Fram 2013 5 leikir (1 sigur, 2 jafntefli, 2 töp)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52