Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar Sky Sports sem starfa í fótboltaþættinum vinsæla Monday Night Football, tókust á í síðasta þætti þegar fjallað var um lið Manchester United.
United tapaði 2-0 fyrir Arsenal um síðustu helgi og er búið að gefast upp í baráttunni um Meistaradeildarsæti en Neville var ekki hrifinn af spilamennsku liðsins í leiknum sem hann sagði alltof varnarsinnaða.
Neville benti á að United-liðið væri búið að skora töluvert færri mörk en önnur lið sem Mourinho hefur þjálfað í gegnum tíðina og ekkert lið undir hans stjórn hefði staðið sig verr frá því þjálfaraferillinn hófst hjá stórliðunum.
„Þeir hafa bara ekki verið nógu góðir. Þeir eru að tapa stigum á móti minni liðunum á heimavelli. Þeir eru að skjóta 25 sinnum á markið í þessum leikjum en tapa samt stigum,“ sagði Neville.
Jamie Carragher benti Neville á að Mourinho fékk að leika lausum hana á félagaskiptamarkaðnum og hefði keypt leikmenn á borð við Henrik Mkhitaryan og Paul Pogba. Hann væri samt hrifinn af Mourinho sem knattspyrnustjóra.
Þessa umræðu má sjá með því að smella hér.
Neville og Carragher tókust á um Manchester United | Myndband
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn
