Frænka 18 ára stúlku sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í janúar er ósátt við aðgerðarleysi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 15:55 Rannveig Jónína Guðmundsdóttir er ósátt við aðstæðurnar á Grindavíkurvegi. Aðsent „Það hafa orðið þrjár bílveltur á einni viku á Grindavíkurveginum,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. Sjálf keyrir hún Grindavíkurveginn að lágmarki fimm daga vikunnar en hún starfar í Reykjanesbæ. „Það sem er mest sláandi við veginn er hversu grannur hann er mjög mjór og það eru holur á öllum veginum. Það er alveg sama hvort þú ert að fara til Grindavíkur eða frá Grindavík, það eru holur hér og þar og alls staðar.“ Rannveig er einnig mjög ósátt við framkvæmdirnar sem gerðar voru við afleggjarann að Bláa Lóninu. Bæjarstjórn og bæjarbúar Grindavíkur hafa margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi, að gatnamótin verði löguð. „Þessar breytingar voru bara fáránlegar, slysahætta frá A til Ö. Ég veit um mjög marga sem hafa verið nálægt því að lenda í árekstri á þessum stað. Frænka mín lést svo á þessu svæði,“ segir Rannveig en Alma Þöll Ólafsdóttir frænka hennar var aðeins 18 ára gömul þegar hún lést í bílslysi á Grindavíkurvegi þann 12. janúar á þessu ári. Rannveig telur að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta slys með því að laga veginn.Sárið rifnar upp „Mér leið alveg hörmulega eftir þetta. Fyrir mér var þetta ekki eins og ég væri að missa frænku mína, það var eins og systir mín væri að fara. Þessi vegur er mér því mikið hjartans mál, að eitthvað sé gert í þessu. Í hvert skipti sem maður heyrir af bílslysi á Grindavíkurveginum þá rifnar sárið alltaf upp sem myndaðist í hjartanu.“ Hún segist vera mjög ósátt við að ekki skuli vera búið að gera breytingar á svæðinu síðan. „Ég er líka mjög ósátt með að það sé búið að setja möl eða sand í kantana eftir öryggisúttekt sem gerð var á veginum, þegar það er svo margt annað sem þarf að gera. Það þarf að lýsa veginn í fyrsta lagi, hann er alveg skelfilegur á kvöldin. Það þarf að gera það báðu megin, ekki bara öðru megin eins og á Reykjanesbrautinni. Svo þarf líka að breikka veginn og laga holur og annað því vegurinn er bara í þannig landslagi að það myndast hálka á ólíklegustu stöðum.“Alma Þöll Ólafsdóttir lést í bílslysi á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu í janúar á þessu ári.Loftmyndir.isÍhuguðu að leggja bílum sínum þvert á veginn Rannveig telur að vegurinn sé það fjölfarin fyrir utan akstur heimafólks að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. „Ég hef ekki tölu á þeim rútum og einkabílum sem keyra veginn bara til þess að fara í Bláa lónið. Svo ég tali nú ekki um að Grindavík er fiskibær og mikill útflutningur þaðan og þungar bifreiðar keyra með fleiri hundruð tonn í bílnum. Það er gríðarlegt álag á veginum sem veldur því að hann er að slitna og ekkert virðist gert í því.“ Samfélagið er mjög samstíga í þessu máli og segir Rannveig að mikið sé rætt um veginn á samfélagsmiðlum. „Við íhuguðum meira að segja að loka veginum, til þess að benda á hversu áríðandi er að laga hann. Hann er einn slysamesti vegurinn á landinu og hann er held ég flokkaður mjög hátt á lista þegar kemur að slysahættu.“ Rannveig segir að það virðist ekki skipta máli hversu margir hafi samband við Vegagerðina vegna málsins eða hversu margir skrifi um veginn. „Ég veit að það er samráðshópur að störfum en hann byrjaði eftir að Alma dó í janúar. Það er kominn nóvember og við erum ekki komin lengra en þetta, það er bara ekki í boði. Alveg sama hvort það er ferðamaður, Íslendingur eða einhver annar. Fólk á öllum aldri keyrir þennan veg í skóla, vinnu og annað í alls konar færð, þetta er ekki boðlegt.“Ökumenn að keyra of hratt eða í símanum Á dögunum blöskraði Rannveigu einstaklega mikið þegar bílstjóri sem mætti henni Grindavíkurvegi var að horfa á símann sinn undir stýri, „sikksakkandi“ á veginum. „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að vera í akstri í símanum. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta getur verið hættulegt því þú getur ekkert brugðist við ef þú missir stjórn á bílnum allt í einu, með aðra hönd á stýri og augun á símanum,“ segir Rannveig. Hefur hún líka áhyggjur af ökuhraða margra ökumanna á þessum vegi. „Ég fæ fyrir hjartað þegar bílar taka framúr manni á 100 eða 120 km hraða þegar maður er sjálfur á 60 eða 70 í ömurlegri færð.“ Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, hafi verið góðir. 15. mars 2017 21:50 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Það hafa orðið þrjár bílveltur á einni viku á Grindavíkurveginum,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. Sjálf keyrir hún Grindavíkurveginn að lágmarki fimm daga vikunnar en hún starfar í Reykjanesbæ. „Það sem er mest sláandi við veginn er hversu grannur hann er mjög mjór og það eru holur á öllum veginum. Það er alveg sama hvort þú ert að fara til Grindavíkur eða frá Grindavík, það eru holur hér og þar og alls staðar.“ Rannveig er einnig mjög ósátt við framkvæmdirnar sem gerðar voru við afleggjarann að Bláa Lóninu. Bæjarstjórn og bæjarbúar Grindavíkur hafa margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi, að gatnamótin verði löguð. „Þessar breytingar voru bara fáránlegar, slysahætta frá A til Ö. Ég veit um mjög marga sem hafa verið nálægt því að lenda í árekstri á þessum stað. Frænka mín lést svo á þessu svæði,“ segir Rannveig en Alma Þöll Ólafsdóttir frænka hennar var aðeins 18 ára gömul þegar hún lést í bílslysi á Grindavíkurvegi þann 12. janúar á þessu ári. Rannveig telur að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta slys með því að laga veginn.Sárið rifnar upp „Mér leið alveg hörmulega eftir þetta. Fyrir mér var þetta ekki eins og ég væri að missa frænku mína, það var eins og systir mín væri að fara. Þessi vegur er mér því mikið hjartans mál, að eitthvað sé gert í þessu. Í hvert skipti sem maður heyrir af bílslysi á Grindavíkurveginum þá rifnar sárið alltaf upp sem myndaðist í hjartanu.“ Hún segist vera mjög ósátt við að ekki skuli vera búið að gera breytingar á svæðinu síðan. „Ég er líka mjög ósátt með að það sé búið að setja möl eða sand í kantana eftir öryggisúttekt sem gerð var á veginum, þegar það er svo margt annað sem þarf að gera. Það þarf að lýsa veginn í fyrsta lagi, hann er alveg skelfilegur á kvöldin. Það þarf að gera það báðu megin, ekki bara öðru megin eins og á Reykjanesbrautinni. Svo þarf líka að breikka veginn og laga holur og annað því vegurinn er bara í þannig landslagi að það myndast hálka á ólíklegustu stöðum.“Alma Þöll Ólafsdóttir lést í bílslysi á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu í janúar á þessu ári.Loftmyndir.isÍhuguðu að leggja bílum sínum þvert á veginn Rannveig telur að vegurinn sé það fjölfarin fyrir utan akstur heimafólks að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. „Ég hef ekki tölu á þeim rútum og einkabílum sem keyra veginn bara til þess að fara í Bláa lónið. Svo ég tali nú ekki um að Grindavík er fiskibær og mikill útflutningur þaðan og þungar bifreiðar keyra með fleiri hundruð tonn í bílnum. Það er gríðarlegt álag á veginum sem veldur því að hann er að slitna og ekkert virðist gert í því.“ Samfélagið er mjög samstíga í þessu máli og segir Rannveig að mikið sé rætt um veginn á samfélagsmiðlum. „Við íhuguðum meira að segja að loka veginum, til þess að benda á hversu áríðandi er að laga hann. Hann er einn slysamesti vegurinn á landinu og hann er held ég flokkaður mjög hátt á lista þegar kemur að slysahættu.“ Rannveig segir að það virðist ekki skipta máli hversu margir hafi samband við Vegagerðina vegna málsins eða hversu margir skrifi um veginn. „Ég veit að það er samráðshópur að störfum en hann byrjaði eftir að Alma dó í janúar. Það er kominn nóvember og við erum ekki komin lengra en þetta, það er bara ekki í boði. Alveg sama hvort það er ferðamaður, Íslendingur eða einhver annar. Fólk á öllum aldri keyrir þennan veg í skóla, vinnu og annað í alls konar færð, þetta er ekki boðlegt.“Ökumenn að keyra of hratt eða í símanum Á dögunum blöskraði Rannveigu einstaklega mikið þegar bílstjóri sem mætti henni Grindavíkurvegi var að horfa á símann sinn undir stýri, „sikksakkandi“ á veginum. „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að vera í akstri í símanum. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta getur verið hættulegt því þú getur ekkert brugðist við ef þú missir stjórn á bílnum allt í einu, með aðra hönd á stýri og augun á símanum,“ segir Rannveig. Hefur hún líka áhyggjur af ökuhraða margra ökumanna á þessum vegi. „Ég fæ fyrir hjartað þegar bílar taka framúr manni á 100 eða 120 km hraða þegar maður er sjálfur á 60 eða 70 í ömurlegri færð.“
Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, hafi verið góðir. 15. mars 2017 21:50 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, hafi verið góðir. 15. mars 2017 21:50
Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50