Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Banaslys varð á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu. Loftmyndir.is Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur óskað eftir því að Vegagerðin bæti Grindavíkurveg. Þetta segir Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs. „Margoft og ítrekað erum við að benda Vegagerðinni á að það þurfi að taka til hendinni á þessum vegi,“ segir Kristín. Banaslys varð á veginum í gær. Átján ára stúlka lést í slysinu, norðan við afleggjarann að Bláa lóninu, og einn er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú tildrög slyssins. „Þetta er ömurlegt. Samfélagið er í sárum út af þessu slysi. Þetta er hrikalegt,“ segir Kristín. Hún segir að slysið muni þrýsta á að brugðist verði við ástandi vegarins.Kristín María Birgisdóttir, formaður bæjarráðs Grindavíkur„Því miður er það yfirleitt eitthvað svona sem þarf til að fá viðbrögð. Því miður. Þess á ekki að þurfa,“ bætir hún við. Hún segir bæjarstjórn hafa lagt áherslu á það við Vegagerðina að laga bæri gatnamótin við afleggjarann að Bláa lóninu. „Síðan voru gerðar umbætur á þeim vegi, reyndar ekki í nokkru samráði við okkur, við fréttum bara af þessu þegar þeir voru byrjaðir,“ segir hún. Jafnframt hafi verið bent á að vegurinn sé fjölfarinn og þröngur. Umferðin hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna. „Nú er ég ekki að ákveða fyrirfram með hvaða hætti þetta slys átti sér stað en vegurinn er varasamur,“ segir Kristín enn fremur. Þá segist hún geta fullyrt að það þurfi að gera breytingar á veginum ef vel eigi að vera.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir veginn ekki verri þegar kemur að breidd eða hönnun en aðra vegi sem bera tvöfalt meiri umferð. „Það eru umferðarmeiri vegir, til dæmis á milli Hveragerðis og Selfoss, sem eru svipaðir,“ segir Pétur. „Það sem við höfum horft til, og kallar þá á gríðarlega mikið fjármagn og nýjar hugsanir, er að aðskilja akstursstefnur. Það er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir slys,“ segir hann enn fremur. Það verði gert með því að breyta vegunum í svokallaða 2+1 vegi. Þar sem tvær akreinar liggja í aðra áttina og ein í hina. Akstursstefnurnar eru síðan aðskildar með vegriði. Hann segir stefnt að því að gera slíkt á milli Hveragerðis og Selfoss. Á síðasta ári fóru að meðaltali 3.158 bílar um Grindavíkurveg á hverjum degi. Til samanburðar fóru 7.416 bílar að meðaltali á milli Hveragerðis og Selfoss. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37 Átján ára stúlka lést í slysinu Einn alvarlega slasaður. 12. janúar 2017 13:07 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Grindavíkurvegi lokað vegna umferðarslyss Grindarvíkurvegi rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu hefur verið lokað vegna umferðarslyss. 12. janúar 2017 09:37