Frænka 18 ára stúlku sem lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í janúar er ósátt við aðgerðarleysi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 15:55 Rannveig Jónína Guðmundsdóttir er ósátt við aðstæðurnar á Grindavíkurvegi. Aðsent „Það hafa orðið þrjár bílveltur á einni viku á Grindavíkurveginum,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. Sjálf keyrir hún Grindavíkurveginn að lágmarki fimm daga vikunnar en hún starfar í Reykjanesbæ. „Það sem er mest sláandi við veginn er hversu grannur hann er mjög mjór og það eru holur á öllum veginum. Það er alveg sama hvort þú ert að fara til Grindavíkur eða frá Grindavík, það eru holur hér og þar og alls staðar.“ Rannveig er einnig mjög ósátt við framkvæmdirnar sem gerðar voru við afleggjarann að Bláa Lóninu. Bæjarstjórn og bæjarbúar Grindavíkur hafa margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi, að gatnamótin verði löguð. „Þessar breytingar voru bara fáránlegar, slysahætta frá A til Ö. Ég veit um mjög marga sem hafa verið nálægt því að lenda í árekstri á þessum stað. Frænka mín lést svo á þessu svæði,“ segir Rannveig en Alma Þöll Ólafsdóttir frænka hennar var aðeins 18 ára gömul þegar hún lést í bílslysi á Grindavíkurvegi þann 12. janúar á þessu ári. Rannveig telur að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta slys með því að laga veginn.Sárið rifnar upp „Mér leið alveg hörmulega eftir þetta. Fyrir mér var þetta ekki eins og ég væri að missa frænku mína, það var eins og systir mín væri að fara. Þessi vegur er mér því mikið hjartans mál, að eitthvað sé gert í þessu. Í hvert skipti sem maður heyrir af bílslysi á Grindavíkurveginum þá rifnar sárið alltaf upp sem myndaðist í hjartanu.“ Hún segist vera mjög ósátt við að ekki skuli vera búið að gera breytingar á svæðinu síðan. „Ég er líka mjög ósátt með að það sé búið að setja möl eða sand í kantana eftir öryggisúttekt sem gerð var á veginum, þegar það er svo margt annað sem þarf að gera. Það þarf að lýsa veginn í fyrsta lagi, hann er alveg skelfilegur á kvöldin. Það þarf að gera það báðu megin, ekki bara öðru megin eins og á Reykjanesbrautinni. Svo þarf líka að breikka veginn og laga holur og annað því vegurinn er bara í þannig landslagi að það myndast hálka á ólíklegustu stöðum.“Alma Þöll Ólafsdóttir lést í bílslysi á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu í janúar á þessu ári.Loftmyndir.isÍhuguðu að leggja bílum sínum þvert á veginn Rannveig telur að vegurinn sé það fjölfarin fyrir utan akstur heimafólks að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. „Ég hef ekki tölu á þeim rútum og einkabílum sem keyra veginn bara til þess að fara í Bláa lónið. Svo ég tali nú ekki um að Grindavík er fiskibær og mikill útflutningur þaðan og þungar bifreiðar keyra með fleiri hundruð tonn í bílnum. Það er gríðarlegt álag á veginum sem veldur því að hann er að slitna og ekkert virðist gert í því.“ Samfélagið er mjög samstíga í þessu máli og segir Rannveig að mikið sé rætt um veginn á samfélagsmiðlum. „Við íhuguðum meira að segja að loka veginum, til þess að benda á hversu áríðandi er að laga hann. Hann er einn slysamesti vegurinn á landinu og hann er held ég flokkaður mjög hátt á lista þegar kemur að slysahættu.“ Rannveig segir að það virðist ekki skipta máli hversu margir hafi samband við Vegagerðina vegna málsins eða hversu margir skrifi um veginn. „Ég veit að það er samráðshópur að störfum en hann byrjaði eftir að Alma dó í janúar. Það er kominn nóvember og við erum ekki komin lengra en þetta, það er bara ekki í boði. Alveg sama hvort það er ferðamaður, Íslendingur eða einhver annar. Fólk á öllum aldri keyrir þennan veg í skóla, vinnu og annað í alls konar færð, þetta er ekki boðlegt.“Ökumenn að keyra of hratt eða í símanum Á dögunum blöskraði Rannveigu einstaklega mikið þegar bílstjóri sem mætti henni Grindavíkurvegi var að horfa á símann sinn undir stýri, „sikksakkandi“ á veginum. „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að vera í akstri í símanum. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta getur verið hættulegt því þú getur ekkert brugðist við ef þú missir stjórn á bílnum allt í einu, með aðra hönd á stýri og augun á símanum,“ segir Rannveig. Hefur hún líka áhyggjur af ökuhraða margra ökumanna á þessum vegi. „Ég fæ fyrir hjartað þegar bílar taka framúr manni á 100 eða 120 km hraða þegar maður er sjálfur á 60 eða 70 í ömurlegri færð.“ Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, hafi verið góðir. 15. mars 2017 21:50 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Það hafa orðið þrjár bílveltur á einni viku á Grindavíkurveginum,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir. Sjálf keyrir hún Grindavíkurveginn að lágmarki fimm daga vikunnar en hún starfar í Reykjanesbæ. „Það sem er mest sláandi við veginn er hversu grannur hann er mjög mjór og það eru holur á öllum veginum. Það er alveg sama hvort þú ert að fara til Grindavíkur eða frá Grindavík, það eru holur hér og þar og alls staðar.“ Rannveig er einnig mjög ósátt við framkvæmdirnar sem gerðar voru við afleggjarann að Bláa Lóninu. Bæjarstjórn og bæjarbúar Grindavíkur hafa margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi, að gatnamótin verði löguð. „Þessar breytingar voru bara fáránlegar, slysahætta frá A til Ö. Ég veit um mjög marga sem hafa verið nálægt því að lenda í árekstri á þessum stað. Frænka mín lést svo á þessu svæði,“ segir Rannveig en Alma Þöll Ólafsdóttir frænka hennar var aðeins 18 ára gömul þegar hún lést í bílslysi á Grindavíkurvegi þann 12. janúar á þessu ári. Rannveig telur að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta slys með því að laga veginn.Sárið rifnar upp „Mér leið alveg hörmulega eftir þetta. Fyrir mér var þetta ekki eins og ég væri að missa frænku mína, það var eins og systir mín væri að fara. Þessi vegur er mér því mikið hjartans mál, að eitthvað sé gert í þessu. Í hvert skipti sem maður heyrir af bílslysi á Grindavíkurveginum þá rifnar sárið alltaf upp sem myndaðist í hjartanu.“ Hún segist vera mjög ósátt við að ekki skuli vera búið að gera breytingar á svæðinu síðan. „Ég er líka mjög ósátt með að það sé búið að setja möl eða sand í kantana eftir öryggisúttekt sem gerð var á veginum, þegar það er svo margt annað sem þarf að gera. Það þarf að lýsa veginn í fyrsta lagi, hann er alveg skelfilegur á kvöldin. Það þarf að gera það báðu megin, ekki bara öðru megin eins og á Reykjanesbrautinni. Svo þarf líka að breikka veginn og laga holur og annað því vegurinn er bara í þannig landslagi að það myndast hálka á ólíklegustu stöðum.“Alma Þöll Ólafsdóttir lést í bílslysi á Grindavíkurvegi, rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu í janúar á þessu ári.Loftmyndir.isÍhuguðu að leggja bílum sínum þvert á veginn Rannveig telur að vegurinn sé það fjölfarin fyrir utan akstur heimafólks að það sé nauðsynlegt að gera breytingar. „Ég hef ekki tölu á þeim rútum og einkabílum sem keyra veginn bara til þess að fara í Bláa lónið. Svo ég tali nú ekki um að Grindavík er fiskibær og mikill útflutningur þaðan og þungar bifreiðar keyra með fleiri hundruð tonn í bílnum. Það er gríðarlegt álag á veginum sem veldur því að hann er að slitna og ekkert virðist gert í því.“ Samfélagið er mjög samstíga í þessu máli og segir Rannveig að mikið sé rætt um veginn á samfélagsmiðlum. „Við íhuguðum meira að segja að loka veginum, til þess að benda á hversu áríðandi er að laga hann. Hann er einn slysamesti vegurinn á landinu og hann er held ég flokkaður mjög hátt á lista þegar kemur að slysahættu.“ Rannveig segir að það virðist ekki skipta máli hversu margir hafi samband við Vegagerðina vegna málsins eða hversu margir skrifi um veginn. „Ég veit að það er samráðshópur að störfum en hann byrjaði eftir að Alma dó í janúar. Það er kominn nóvember og við erum ekki komin lengra en þetta, það er bara ekki í boði. Alveg sama hvort það er ferðamaður, Íslendingur eða einhver annar. Fólk á öllum aldri keyrir þennan veg í skóla, vinnu og annað í alls konar færð, þetta er ekki boðlegt.“Ökumenn að keyra of hratt eða í símanum Á dögunum blöskraði Rannveigu einstaklega mikið þegar bílstjóri sem mætti henni Grindavíkurvegi var að horfa á símann sinn undir stýri, „sikksakkandi“ á veginum. „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að vera í akstri í símanum. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað þetta getur verið hættulegt því þú getur ekkert brugðist við ef þú missir stjórn á bílnum allt í einu, með aðra hönd á stýri og augun á símanum,“ segir Rannveig. Hefur hún líka áhyggjur af ökuhraða margra ökumanna á þessum vegi. „Ég fæ fyrir hjartað þegar bílar taka framúr manni á 100 eða 120 km hraða þegar maður er sjálfur á 60 eða 70 í ömurlegri færð.“
Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, hafi verið góðir. 15. mars 2017 21:50 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra, hafi verið góðir. 15. mars 2017 21:50
Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent