Innlent

Banaslys á Grindavíkurvegi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning kl. 01:58 í nótt um umferðarslys.
Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning kl. 01:58 í nótt um umferðarslys. Vísir/Loftmynd.is
Banaslys varð á Grindavíkurvegi í nótt þegar bíll valt á veginum 1,7 kílómetra norðan við mót Norðurljósavegar, skammt frá afleggjaranum í Bláa lónið.

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning kl. 01:58 í nótt um umferðarslys. Vegfarendur komu þar að bifreið utanvegar sem ekið hafði verið áleiðis að Grindavík.

Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. Ökumaður var einn í bifreiðinni og reyndist látinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×