Rætt um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar á Grindavíkurvegi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 21:50 Grindavíkurvegur er víða illa farinn og þarf að ráðast í miklar úrbætur á honum. otti sigmarsson Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra,í morgun hafi verið góðir. Hún hafi skynjað mikinn vilja hjá ráðherrunum til þess að ráðast í úrbætur í veginum þó ekki hafi fengist nákvæm svör varðandi það hvað verði gert. Ítarlega hefur verið fjallað um slæmt ástand Grindavíkurvegar síðustu misserin en tvö banaslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Þá hafa níutíu önnur umferðarslys á seinustu árum aukið óöryggi vegfarenda sem aka Grindavíkurveg auk þess sem umferð um veginn hefur aukist um allt að 60 prósent frá árinu 2010. Margoft hefur verið krafist úrbóta á veginum. Í liðinni viku fundaði samráðshópurinn með Vegagerðinni og nú var komið að ráðherrunum. Kristín María Birgisdóttir.„Við finnum alveg meðbyr með þessu þó svo að við höfum ekki fengið skýr svör um að þetta verði svona og svona þar sem það á eftir að afgreiða þetta en samgönguráðherra sagði til að mynda að hann teldi mjög líklegt að vegurinn fari inn á samgönguáætlun en hann er ekki inni á áætluninni núna,“ segir Kristín María í samtali við Vísi. Hún segir að það liggi þó fyrir að ekki verði farið í stórar framkvæmdir strax á borð við það að tvöfalda veginn eða lýsa hann upp. Hins vegar sé vilji til að bregðast við með einhverjum hætti og Grindavíkurvegur sé til að mynda í minnisblaði ríkisstjórnarinnar yfir vegi þar sem bregðast þurfi við. „Það verður brugðist við með einhverjum hætti og vonandi á þessu ári. Þó að það sé ekki verið að fara í einhverjar brjálæðislegar framkvæmdir þá erum við að tala um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða á veginum því hraðinn hefur líka áhrif,“ segir Kristín og bætir við: „Það er mikill velvilji en við fundum það líka að ráðherrarnir fara mjög varlega í það að gefa einhver loforð sem þeir þurfa síðan kannski að svíkja,“ segir Kristín sem fjallar ítarlega um fundina tvo í færslu á heimasíðu Lista Grindvíkinga. Hún segist vilja upplýsa Grindvíkinga sem best um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg því hún finni að málið liggi þungt á mörgum í bænum. „Fólk veigrar sér við því að keyra veginn og fara ekki helst nema að nauðsyn krefji, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Kristín. Nánar má lesa um fundi samráðshópsins með ráðherrunum tveimur hér. Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segir að fundir sem samráðshópur um bættari og öruggari Grindavíkurveg hafi átt með annars vegar Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og hins vegar Benedikt Jóhannessyni, fjármálaráðherra,í morgun hafi verið góðir. Hún hafi skynjað mikinn vilja hjá ráðherrunum til þess að ráðast í úrbætur í veginum þó ekki hafi fengist nákvæm svör varðandi það hvað verði gert. Ítarlega hefur verið fjallað um slæmt ástand Grindavíkurvegar síðustu misserin en tvö banaslys hafa orðið á veginum það sem af er ári. Þá hafa níutíu önnur umferðarslys á seinustu árum aukið óöryggi vegfarenda sem aka Grindavíkurveg auk þess sem umferð um veginn hefur aukist um allt að 60 prósent frá árinu 2010. Margoft hefur verið krafist úrbóta á veginum. Í liðinni viku fundaði samráðshópurinn með Vegagerðinni og nú var komið að ráðherrunum. Kristín María Birgisdóttir.„Við finnum alveg meðbyr með þessu þó svo að við höfum ekki fengið skýr svör um að þetta verði svona og svona þar sem það á eftir að afgreiða þetta en samgönguráðherra sagði til að mynda að hann teldi mjög líklegt að vegurinn fari inn á samgönguáætlun en hann er ekki inni á áætluninni núna,“ segir Kristín María í samtali við Vísi. Hún segir að það liggi þó fyrir að ekki verði farið í stórar framkvæmdir strax á borð við það að tvöfalda veginn eða lýsa hann upp. Hins vegar sé vilji til að bregðast við með einhverjum hætti og Grindavíkurvegur sé til að mynda í minnisblaði ríkisstjórnarinnar yfir vegi þar sem bregðast þurfi við. „Það verður brugðist við með einhverjum hætti og vonandi á þessu ári. Þó að það sé ekki verið að fara í einhverjar brjálæðislegar framkvæmdir þá erum við að tala um að bæta merkingar og setja upp hraðamyndavélar sem mæla meðalhraða á veginum því hraðinn hefur líka áhrif,“ segir Kristín og bætir við: „Það er mikill velvilji en við fundum það líka að ráðherrarnir fara mjög varlega í það að gefa einhver loforð sem þeir þurfa síðan kannski að svíkja,“ segir Kristín sem fjallar ítarlega um fundina tvo í færslu á heimasíðu Lista Grindvíkinga. Hún segist vilja upplýsa Grindvíkinga sem best um stöðu mála varðandi Grindavíkurveg því hún finni að málið liggi þungt á mörgum í bænum. „Fólk veigrar sér við því að keyra veginn og fara ekki helst nema að nauðsyn krefji, sérstaklega á þessum árstíma,“ segir Kristín. Nánar má lesa um fundi samráðshópsins með ráðherrunum tveimur hér.
Tengdar fréttir „Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15 Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00 Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
„Þú setur ekki vegrið á ónýtan veg“ Ástand Grindavíkurvegar hefur legið þungt á bæði íbúum og bæjaryfirvöldum í fjölda ára. Forseti bæjarstjórnar segir að úrbóta sé tafarlaust þörf og að fjármagnið til þess sé í raun til staðar. 13. mars 2017 12:15
Valdi að fara í MA fram yfir Verzló út af stórhættulegum Grindavíkurvegi "Grindarvíkurvegurinn býður ekki upp á nein mistök,“ segir Lára Lind Jakobsdóttir íbúi í Grindavík. 8. mars 2017 09:00
Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. 5. mars 2017 18:30