Mikil úrkoma hefur fylgt hitabeltisstorminum Harvey og veðurfræðingar spá því að hamfaraflóðin eigi aðeins eftir að versna. Um allt stórborgarsvæðið og víðar á strandsvæðum Texas er viðvörun í gildi vegna hættu á mannskæðum skyndiflóðum. Eins og sjá má á mynd sem veðurstofan birti er hættusvæðið gríðarlega stórt.
Samkvæmt frétt BBC hefur verið greint frá fimm dauðsföllum í Houston en aðeins tvö hafa fengist staðfest. Yfir þúsund manns hefur verið bjargað undan vatsnelgnum í borginni. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið aðfaranótt laugardags en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Þúsundir heimila voru án vatns og rafmagns.
„Þetta eru hamfarir sem fara í sögubækurnar. Þetta er stormur sem Bandaríkin hafa ekki orðið vitni að áður,“ sagði Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA), við CNN í dag.
Reiknað er með því að tjónið af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Talið er að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði.
This event is unprecedented & all impacts are unknown & beyond anything experienced. Follow orders from officials to ensure safety. #Harvey pic.twitter.com/IjpWLey1h8
— NWS (@NWS) August 27, 2017