Liðsfélagi Gylfa eini Englendingurinn sem skoraði um helgina Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2017 11:30 Alfie Mawson raðar inn mörkunum. vísir/getty Alfie Mawson, miðvörður Swansea og samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar, var eini enski leikmaðurinn sem skoraði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Mawson skoraði gull af marki þegar hann klippti boltann á lofti í netið í mikilvægum 2-0 sigri Swansea á Leicester þar sem Gylfi Þór lagði að sjálfsögðu upp sigurmarkið. Þessi 23 ára gamli miðvörður hefur hlotið gríðarelga gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en hann virðist vera nýr maður undir stjórn Paul Clement. Ekki bara hefur varnarleikur hans skánað heldur er Mawson búinn að skora þrjú mörk á nýju ári, þar af tvö í síðustu þremur leikjum.Í úttekt BBC um leiki helgarinnar er farið yfir það, að enginn annar Englendingur skoraði í úrvalsdeildinni þessa helgina nú þegar styttist í vináttuleik Englands og Þýskalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er auðvitað að fylgjast með en þetta er sagt ákveðið áhyggjuefni fyrir hann.Harry Kane var í byrjunarliði Tottenham en ógnaði ekki marki Liverpool á meðan Marcus Rashford og Danny Welbeck spiluðu ekki mikið fyrir Manchester United og Arsenal. Wayne Rooney var ónotaður varamaður hjá United og Daniel Sturridge var í sama hluterki hjá Liverpool. Tveir aðrir framherjar sem gætu laumað sér í enska hópinn í mars; Jermaine Defoe og Andy Carroll, gerðu heldur ekki mikið þar sem þeir voru meiddir og ekki að spila vel. Miðjumenn á borð við Dele Alli, Adam Lallana og Theo Walcott komust heldur ekki á blað. Mawson skoraði ekki bara á móti Leicester heldur hélt hann Jamie Vardy niðri, eins og reyndar margir varnarmenn á þessari leiktíð, og kom því í veg fyrir að einn enskur framherji til viðbótar skoraði þessa helgina. Enginn varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni er búinn að skora meira en Alfie Mawson en hann trónir á toppnum ásamt Marcos Alonso hjá Chelsea, báðir með þrjú mörk. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáið Liverpool-mörkin, stoðsendingu Gylfa og öll hin mörkin í enska um helgina | Myndbönd Chelsea er enn með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Burnley þökk sé 2-0 sigri Liverpool á Tottenham. 13. febrúar 2017 09:00 Jason Burt: Swansea gæti ekki verið án Gylfa Jason Burt, virtur fótboltablaðamaður hjá Daily Telegraph, talar afar vel um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í útvarpsviðtali á BBC. Burt lítur svo að Gylfi sé algjör örlagavaldur fyrir lið Swansea City. 13. febrúar 2017 08:30 Gylfi búinn að koma að marki í sex síðustu sigurleikjum Swansea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City hafa náð í tólf stig út úr síðustu sex leikjum sínum og staðan er nú allt önnur en í upphafi ársins. 13. febrúar 2017 10:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Alfie Mawson, miðvörður Swansea og samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar, var eini enski leikmaðurinn sem skoraði í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Mawson skoraði gull af marki þegar hann klippti boltann á lofti í netið í mikilvægum 2-0 sigri Swansea á Leicester þar sem Gylfi Þór lagði að sjálfsögðu upp sigurmarkið. Þessi 23 ára gamli miðvörður hefur hlotið gríðarelga gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu en hann virðist vera nýr maður undir stjórn Paul Clement. Ekki bara hefur varnarleikur hans skánað heldur er Mawson búinn að skora þrjú mörk á nýju ári, þar af tvö í síðustu þremur leikjum.Í úttekt BBC um leiki helgarinnar er farið yfir það, að enginn annar Englendingur skoraði í úrvalsdeildinni þessa helgina nú þegar styttist í vináttuleik Englands og Þýskalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, er auðvitað að fylgjast með en þetta er sagt ákveðið áhyggjuefni fyrir hann.Harry Kane var í byrjunarliði Tottenham en ógnaði ekki marki Liverpool á meðan Marcus Rashford og Danny Welbeck spiluðu ekki mikið fyrir Manchester United og Arsenal. Wayne Rooney var ónotaður varamaður hjá United og Daniel Sturridge var í sama hluterki hjá Liverpool. Tveir aðrir framherjar sem gætu laumað sér í enska hópinn í mars; Jermaine Defoe og Andy Carroll, gerðu heldur ekki mikið þar sem þeir voru meiddir og ekki að spila vel. Miðjumenn á borð við Dele Alli, Adam Lallana og Theo Walcott komust heldur ekki á blað. Mawson skoraði ekki bara á móti Leicester heldur hélt hann Jamie Vardy niðri, eins og reyndar margir varnarmenn á þessari leiktíð, og kom því í veg fyrir að einn enskur framherji til viðbótar skoraði þessa helgina. Enginn varnarmaður í ensku úrvalsdeildinni er búinn að skora meira en Alfie Mawson en hann trónir á toppnum ásamt Marcos Alonso hjá Chelsea, báðir með þrjú mörk.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáið Liverpool-mörkin, stoðsendingu Gylfa og öll hin mörkin í enska um helgina | Myndbönd Chelsea er enn með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Burnley þökk sé 2-0 sigri Liverpool á Tottenham. 13. febrúar 2017 09:00 Jason Burt: Swansea gæti ekki verið án Gylfa Jason Burt, virtur fótboltablaðamaður hjá Daily Telegraph, talar afar vel um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í útvarpsviðtali á BBC. Burt lítur svo að Gylfi sé algjör örlagavaldur fyrir lið Swansea City. 13. febrúar 2017 08:30 Gylfi búinn að koma að marki í sex síðustu sigurleikjum Swansea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City hafa náð í tólf stig út úr síðustu sex leikjum sínum og staðan er nú allt önnur en í upphafi ársins. 13. febrúar 2017 10:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Sjáið Liverpool-mörkin, stoðsendingu Gylfa og öll hin mörkin í enska um helgina | Myndbönd Chelsea er enn með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir 1-1 jafntefli við Burnley þökk sé 2-0 sigri Liverpool á Tottenham. 13. febrúar 2017 09:00
Jason Burt: Swansea gæti ekki verið án Gylfa Jason Burt, virtur fótboltablaðamaður hjá Daily Telegraph, talar afar vel um íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í útvarpsviðtali á BBC. Burt lítur svo að Gylfi sé algjör örlagavaldur fyrir lið Swansea City. 13. febrúar 2017 08:30
Gylfi búinn að koma að marki í sex síðustu sigurleikjum Swansea Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City hafa náð í tólf stig út úr síðustu sex leikjum sínum og staðan er nú allt önnur en í upphafi ársins. 13. febrúar 2017 10:30