Enski boltinn

Gylfi búinn að koma að marki í sex síðustu sigurleikjum Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City hafa náð í tólf stig út úr síðustu sex leikjum sínum og staðan er nú allt önnur en í upphafi ársins.

Gylfi var enn á ný í aðalhlutverki í gær þegar Swansea City vann 2-0 sigur á Englandsmeisturum Leicester City. Gylfi átti þátt í fyrsta markinu og gaf síðan glæsilega stoðsendingu í því síðara.

Gylfi hefur nú komið að marki í fjórum leikjum í röð, skorað í þeim þrjú mörk og gefið tvær stoðsendingar.

Flestir ef ekki allir eru sammála um mikilvægi Gylfa fyrir Swansea City og ein af mörgum tölfræðistaðreyndum sem sýnir það og sannað er sú staðreynd að íslenski landsliðsmaðurinn hefur komið að marki í sex síðustu sigurleikjum Swansea.

Í síðustu sex sigurleikjum Swansea-liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur Gylfi Þór Sigurðsson annað hvort skorað mark sjálfur eða gefið stoðsendingu. Stundum hefur hann bæði skorað og gefið stoðsendingu.

Alls hefur Gylfi átt beinan þátt í níu mörkum Swansea (fjögur mörk og fimm stoðsendingar) í þessum sex síðustu sigurleikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi hefur átt þátt í marki í öllum sigurleikjum Swansea nema í þeim fyrsta þegar liðið vann 1-0 sigur á Burnley í fyrstu umferðinni. Leroy Fer skoraði þá eina markið.



Síðustu sex sigurleikir Swansea City:

12. febrúar: 2-0 sigur á Leicester

Stoðsending

31. janúar: 2-1 sigur á Southampton

Sigurmark og stoðsending

21. janúar: 3-2 sigur á Liverpool

Sigurmark

3. janúar: 2-1 sigur á Crystal Palace

Stoðsending

10. desember: 3-0 sigur á Sunderland

Mark og stoðsending

26. nóvember: 5-4 sigur á Crystal Palace

Mark og stoðsending

Samtals: 6 sigurleikir

Fjögur mörk og fimm stoðsendingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×