Segir Paddock hafa verið sjúkan Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2017 13:36 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi. Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í dag að hann myndi hefja umræðu um lög Bandaríkjanna varðandi byssueign. Það verði gert seinna meir. Minnst 59 eru látnir og rúmlega 500 særðir eftir að 64 ára maður hóf skothríð á um tuttugu þúsund tónleikagesti í Las Vegas aðfaranótt mánudagsins. Trump sagði ljóst að Stephen Paddock hefði verið „sjúkur“ og hefði átt við geðræn vandamál að stríða. „Mörg vandamál, held ég, og við erum að skoða það mjög, mjög alvarlega,“ sagði Trump við blaðamenn á leið til Puerto Rico samkvæmt Sky News.Rannsakendur hafa ekki fundið svör við spurningum um tilefni árásarinnar og engin tengsl á milli Paddock og Íslamska ríkisins hafa fundist. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segir Paddock hafa verið vígamann samtakanna.Byssulöggjöf óviðeigandi „Það sem gerðist í Las Vegas var að mörgu leyti kraftaverk. Lögreglan hefur unnið svo frábært starf og við munum tala um byssulöggjöf seinna,“ sagði Trump einnig við blaðamenn. Í gær vildu talsmenn Hvíta hússins ekki svara spurningum um byssulöggjöf Bandaríkjanna. Þess í stað sagði Sarah Huckabee Sanders að það væri óviðeigandi að tala um stjórnmál og stefnumál að svo stöddu. Dagurinn væri til þess að syrgja. Skömmu seinna sagði hún hins vegar að byssulöggjöfin í Chicago væri sú strangasta í ríkinu og þar hefðu rúmlega fjögur þúsund manns fallið fyrir byssum í fyrra. Einn blaðamaður benti Sanders þó á það að eftir árásina í Orlando í fyrra, sem framin var af múslima, hefði forsetinn verið mættur á Twitter þann sama dag til að tala um „múslima-bannið“ sitt svokallaða.Þingmenn Demókrataflokksins hafa kallað eftir hertri löggjöf í kjölfar árásarinnar og beitt samstarfsmenn sína úr Repúblikanaflokknum þrýstingi.
Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23 Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
„Heigulsháttur“ að gera ekki neitt Stjórnendur kvöldþátta Bandaríkjanna tjáðu sig um árásina í Las Vegas. 3. október 2017 10:23
Lögreglan engu nær um hvað árásarmanninum í Las Vegas gekk til Að minnsta kosti 59 eru látnir og 527 særðir eftir skotárásina í Las Vegas á mánudagskvöld. 3. október 2017 08:49