Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 23:34 Nick Ayers (t.v.) með Kellyanne Conway (f.m.) í Trump-turninum í desember. Vísir/AFP Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn. Donald Trump Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn.
Donald Trump Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira