Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2017 10:31 Hillur matvöruverslana í Houston hafa tæmst þegar íbúar þar birgja sig upp fyrir komu Harvey. Vísir/AFP Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Íbúar í Texas búa sig nú undir að fellibylurinn Harvey gangi þar á land síðar í dag. Gríðarleg úrkoma er sögð fylgja fellibylnum, allt að 50 sentímetrar. Fólk hefur verið beðið um að rýma strandsvæði við Mexíkóflóa þar sem hætta er á sjávar- og skyndiflóðum. Búist er við að Harvey gangi fyrst á land nærri borginni Corpus Christi seint í dag að staðartíma. Hann verði þá fellibylur af styrknum þrír, að því er segir í frétt Washington Post. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að vöxtur Harvey síðustu sólahringana sé undraverður. Harvey var flokkaður sem hitabeltislægð fram á fimmtudagskvöld en þá hafði hann magnast upp yfir sérlega hlýjum sjó í Mexíkóflóa. Veðurfræðingar vara við að fellibylurinn og leifar hans gætu haldið kyrru yfir Texas í fjóra til sex daga. Auk úrhellis sem gæti valdið lífshættulegum flóðum verður vindstyrkur fellibylsins mikill.I don't think I have ever seen a heavier rain forecast from @NWSWPC in my life- the size of the 20+ inches of rain area is staggering pic.twitter.com/QonAlflQkz— Eric Blake (@EricBlake12) August 25, 2017 Joe McComb, borgarstjóri Corpus Christi, hvatti íbúa þar til að taka viðvaranir alvarlega og að yfirgefa láglend svæði, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Um 360.000 manns búa í og við borgina en þar eru mörg láglend svæði og sandrifseyjar. Borgaryfirvöld ákváðu hins vegar ekki að skylda íbúa ekki til að rýma svæðið heldur hvöttu þau fólk aðeins til að koma sér burt sjálfviljugt. „Ég vona að fólk hlusti á veðurfræðinga þegar þeir vara við skyndiflóðum. Skyndiflóð geta borið hratt að og þau geta verið banvæn,“ segir McComb. Harvey er stærsti fellibylur sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. Mannskaði varð þegar fellibylurinn Wilma gekk á land í Flórída í október árið 2005.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fellibylinn Harvey úr myndavél um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu.
Tengdar fréttir Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Vaxandi hitabeltislægð stefnir á strendur Texas Lægðin gæti breyst í fyrsta stóra fellibylinn sem gengur á land í Bandaríkjunum í tólf ár. 24. ágúst 2017 16:20