Erlent

Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum.
Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistarbransanum. vísir/getty

Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum en í útvarpsþætti á BBC í morgun ræddi Jones um kynferðislega áreitni sem hann varð fyrir þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni.

Fjallað er um málið á vef Guardian en þar segir að Jones hafi lýst atviki sem varð snemma á ferli hans og hafi það látið honum líða hræðilega.

Jones var spurður að því hvort hann teldi að ásakanir svipaðar þeim sem hafa komið fram gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein gætu líka komið upp á yfirborðið í tónlistarbransanum.

„Það hafa alltaf verið svona hlutir í gangi í tónlistarbransanum líka. Fólk hefur verið að kvarta undan upplýsingafulltrúum og mismundandi hlutum sem það hefur þurft að gera til að fá plötusamning, alveg eins og til að fá kvikmyndasamning,“ sagði Jones.

Hann var síðan spurður að því hvort að einhver hefði einhvern tímann reynt eitthvað í þessa átt við hann.

„Í byrjun, já, þá voru nokkur atvik. Það sem er gert við konur er gert við karla líka.“

Þá var Jones spurður að því hvort hann hafi getað rætt málin við einhvern þá sagði hann svo vera.

„Já, þetta var ekki slæmt. [...] Einhver var að reyna eitthvað. Þetta var spurning og ég sagði nei, takk.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×