Sænska rútufyrirtækið segir öllum reglum hafa verið fylgt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 22:59 Ökumaðurinn telur rútuna hafa farið út af vegna vegaskemmda. vísir/afp Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum. Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Strætófyrirtækið Bergkvarabuss segir ökumann rútunnar sem hafnaði utan vegar í Svíþjóð í dag, með þeim afleiðingum að þrjú börn létust, hafa fylgt öllum reglum er varða vinnutíma og hvíld. Þá hafi hann ekki upplifað nein tæknileg vandamál. Þrjú börn létust í slysinu og fleiri eru alvarlega slösuð.Þetta kemur fram á vef SVT en þar er haft eftir Simoni Sandberg, upplýsingafulltrúa rútufyrirtækisins, að rætt hafi verið við bílstjórann í dag, sem sé mjög brugðið eftir slysið. „Hann segist að stórar holur hafi verið í veginum. Það sé samkvæmt honum ástæða þess að rútan fór útaf,“ segir Sandberg. „En við getum ekki staðfest þetta og við þurfum eins og aðrir að bíða eftir niðurstöðum rannsóknarinnar.“ Þá segir Sandberg að bílstjórar þurfi að fylgja ákveðnum reglum sem kveði á um að minnsta kosti 45 mínútna hvíldartíma eftir 4,5 klukkustunda akstur. Þessum reglum hafi ökumaðurinn fylgt. „Við erum öll í áfalli yfir því sem gerðist, þetta er svo hræðilegur atburður. Við getum ekki gert annað en að hugsa til þeirra sem lentu í slysinu, til fjölskyldna þeirra og ættingja.“Þjóðin lömuð af sorg Fimmtíu og tvö börn ásamt sex kennurum og bílstjóra voru í rútunni. Börnin eru þrettán til fjórtán ára, í áttunda bekk í grunnskóla í Skene sem er lítill bær suður af Gautaborg þar sem 5.500 manns búa. Þau voru á leið til Klövsjö í skíðaferðalag og voru nær komin á áfangastað þegar slysið varð klukkan sjö í morgun að staðartíma. Þrír létu lífið, sex eru alvarlega slasaðir og af þeim tveir sem berjast nú fyrir lífi sínu. Í heildina voru um þrjátíu fluttir á sjúkrahús. Í viðtali við sænska netmiðilinn Expressen segir faðir að dóttir hans hafi verið nýbúin að setja á sig öryggisbelti fyrir slysið og hann sé viss um að það hafi bjargað lífi hennar. Aftur á móti hafi vinir hennar sem ekki voru með öryggisbelti slasast alvarlega. Nemendur og foreldrar söfnuðust saman í skóla barnanna í dag þar sem flaggað var í hálfa stöng og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar skrifaði á Facebook-síðu sína skömmu eftir slysið að þjóðin væri lömuð af sorg og hugur hans væri hjá þeim slösuðu, foreldrum og ástvinum.
Tengdar fréttir Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46 Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Þrír látnir eftir alvarlegt rútuslys í Svíþjóð Þrír eru látnir og um 30 slasaðir eftir að rúta valt í Svíþjóð í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð, flestir grunnskólanemendur. 2. apríl 2017 09:46
Segir sænsku þjóðina harmi slegna Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að sænska þjóðin sé harmi slegin eftir fregnir af alvarlegu rútuslysi þar sem þrír létust. 2. apríl 2017 10:56
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila