Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2017 12:12 Mark Zuckerberg, Elon Musk, Robert A. Iger og Tim Cook. Vísir/AFP Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna að þau munu áfram vinna að því að markmið samningsins náist. Auk þess að lýsa yfir andstöðu við stefnu Bandaríkjastjórnar hafa bæði Elon Musk, forstjóri Tesla og SpaceX, og Robert A. Iger, forstjóri Disney, sagt sig úr ráðgjafanefndum Trump forseta. „Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það er bæði slæmt fyrir Bandaríkin og heiminn allan að draga sig úr Parísarsamningnum,“ segir Musk.Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017 Iger segist segja sig úr nefndum af prinsippástæðum.As a matter of principle, I've resigned from the President's Council over the #ParisAgreement withdrawal.— Robert Iger (@RobertIger) June 1, 2017 Trump hefur talað fyrir því að það sé í þágu bandarísks efnahags að draga sig úr Parísarsamningnum, en stórfyrirtækin hafa mörg hvatt Trump til að hugsa til framtíðar. 25 fyrirtæki – meðal annars Apple, Facebook, Google og Microsoft – birtu í maí heilsíðuauglýsingu í New York Times, Wall Street Journal og New York Post þar sem þau útlistuðu kosti Parísarsamningsins fyrir þau sem alþjóðleg fyrirtæki. Sögðu þau að með samningnum yrðu fyrirtækin samkeppnishæfari og að hann skapaði vöxt. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði á Facebook-síðu sinni að ákvörðun Trump væri slæm fyrir umhverfið og stofna framtíð barna okkar í hættu.Sundar Pichai, forstjóri Google, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum og að Google muni áfram vinna að hreinni og hagsælli framtíð fyrir okkur öll.Disappointed with today's decision. Google will keep working hard for a cleaner, more prosperous future for all.— Sundar Pichai (@sundarpichai) June 1, 2017 Tim Cook, forstjóri Apple, tekur í svipaðan streng og aðrir forstjórar stærstu tæknifyrirtækjanna í Bandaríkjunum.Decision to withdraw from the #ParisAgreeement was wrong for our planet. Apple is committed to fight climate change and we will never waver.— Tim Cook (@tim_cook) June 2, 2017 Önnur fyrirtæki sem hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun Trump eru Microsoft, Amazon, Murray Energy, Uber, IBM, Shell, Peabody Energy og Cargill.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00 Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Sjá meira
Minnti Trump á að 80 prósent íbúa Pittsburgh hafi kosið Clinton Donald Trump sagðist í gær hafa verið kosinn í embætti af íbúum Pittsburgh, ekki Parísar, þegar hann greindi frá því að Bandaríkin hugðust draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 10:00
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37