Alan Pardew, stjóri WBA, býst við því að Johnny Evans fari frá félaginu í janúar og hann sé nú þegar byrjaður að undirbúa sig undir brottför hans.
Johnny Evans var mjög eftirsóttur í sumar og var hann orðaður við lið eins og Manchester City og Arsenal.
„Ég hef alltaf hugsað það þannig að það væri fáránlegt að vera í afneitun gagnhvart mögulegum útkomum eins og t.d. í þessari stöðu að leikmaður gæti farið frá félaginu.“
„Johnny Evans gæti farið frá félaginu núna í janúar, hann gæti einnig ekki farið, sama hvað gerist þá erum við búnir að undirbúa okkur fyrir allt,“ sagði Pardew.
Pardew: Evans gæti farið
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn