Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í Championship deildinni í dag en það voru þeir Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason en þeir byrjuðu þó báðir á varamannabekknum.
Jón Daði og félagar í Reading fóru í heimsókn til Barnsley en þeir náðu forystunni á 68. mínútu með marki frá Yann Kermrgant.
Jón Daði kom inná á 81. mínútu en hann náði þó ekki að koma í veg fyrir jöfnunarmark Barnsley sem kom í uppbótartíma en það var Ethan Pinnock sem skoraði markið og voru lokatölur 1-1.
Birkir Bjarnason kom inná á 90.mínútu leiksins þegar Aston Villa vann sterkan útsigur á Middlesbrough en þetta var fyrsti leikur Tony Pulis með liðið. Það var Robert Snodgrass sem skoraði mark Aston Villa.
Eftir leiki dagsins er Reading í 17.sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Aston Villa er í 7.sæti með 41 stig.
Úrslit dagsins:
Barnsley 1-1 Reading
Birmingham 1-0 Leeds United
Brentford 2-0 Sheffield Wednesday
Burton Albion 0-0 Norwich City
Hull City 2-2 Fulham
Ipswich 1-2 Derby County
Middlesbrough 0-1 Aston Villa
Nottingham Forest 0-1 Sunderland
Sheffield United 0-1 Bolton Wanderers
Jón Daði kom inná í jafntefli Reading
Dagur Lárusson skrifar
