Átökin stigmagnast í Íran Þórdís Valsdóttir skrifar 30. desember 2017 20:31 Íranskir nemendur við háskólann í Tehran leita skjóls eftir að lögregla beitti þá táragasi. Íbúar landsins hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum í sjaldæfum mótmælum síðustu þrjá daga. Vísir/afp Stjórnvöld í Íran hafa varað borgara sína við því að halda „ólöglegar“ samkomur opinberlega. Íranskir borgarar hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum undanfarna þrjá daga í mörgum borgum landsins. Mótmælin hafa færst í aukana í dag og til harðra átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin hófust á fimmtudaginn þar sem mótmælendur mótmæltu háu verðlagi og erfiðum efnahagslegum aðstæðum í landinu. Mótmælin eru þau fjölmennustu frá árinu 2009. Samkvæmt fréttum BBC hafa tveir mótmælendur orðið fyrir byssuskotum og mótmælendur hafa einnig borið eld að vélhjólum lögreglumanna og kveikt í veggspjöldum með myndum af leiðtogum landsins. Mótmælendur hafa ekki gefið viðvörunum stjórnvalda gaum. Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við mótmælunum.Sjá meira: „Heimurinn fylgist með“Stuðningsmenn stjórnvalda héldu fjöldafundi um allt land til stuðnings ríkisstjórninni og valdamönnum í landinu.Vísir/AFPNú í dag komu þúsundir stuðningsmanna íranskra stjórnvalda saman í árlegum samkomum um allt land. Samkomurnar eru skipulagðar af stjórnvöldum og hafa verið haldnar frá árinu 2009 vegna óaldarinnar sem skók Íran það ár. Íranska ríkisstjórnvarpið sendi út myndbönd af stuðningsmönnunum þar sem þeir bera áróðursborða með stuðningsyfirlýsingum við Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran. Fjöldafundir til stuðnings stjórnvöldum voru haldnir í yfir 1.200 borgum og bæjum í Íran um helgina. Ríkissjónvarpið sýndi engar upptökur af hinum „ólöglegu“ mótmælum sem standa yfir um allt land. Segir andstæðinga stjórnvalda standa að baki mótmælunum Eshaq Jahangiri varaforseti Íran hefur gefið í skyn að andstæðingar íranskra stjórnvalda hafi staðið að baki fyrstu mótmælunum. „Sum atvik í landinu undanfarna daga hafa verið undir því yfirskyni að þau snúist um efnahagslegt ástand, en það virðist sem eitthvað annað liggi að baki. Þeir halda að með því að gera þetta muni það skaða ríkisstjórnina, en þetta mun hafa áhrif á aðra,“ sagði Jahangiri í ríkissjónvarpi Íran. Rouhani forseti Íran var endurkjörinn í maí síðastliðnum og hefur ekki staðið við loforð sín um uppbyggingu efnahags landsins. Mið-Austurlönd Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Stjórnvöld í Íran hafa varað borgara sína við því að halda „ólöglegar“ samkomur opinberlega. Íranskir borgarar hafa mótmælt þarlendum stjórnvöldum undanfarna þrjá daga í mörgum borgum landsins. Mótmælin hafa færst í aukana í dag og til harðra átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda. Mótmælin hófust á fimmtudaginn þar sem mótmælendur mótmæltu háu verðlagi og erfiðum efnahagslegum aðstæðum í landinu. Mótmælin eru þau fjölmennustu frá árinu 2009. Samkvæmt fréttum BBC hafa tveir mótmælendur orðið fyrir byssuskotum og mótmælendur hafa einnig borið eld að vélhjólum lögreglumanna og kveikt í veggspjöldum með myndum af leiðtogum landsins. Mótmælendur hafa ekki gefið viðvörunum stjórnvalda gaum. Bandaríkin hafa varað Íran við því að „heimurinn fylgist með“ viðbrögðum þeirra við mótmælunum.Sjá meira: „Heimurinn fylgist með“Stuðningsmenn stjórnvalda héldu fjöldafundi um allt land til stuðnings ríkisstjórninni og valdamönnum í landinu.Vísir/AFPNú í dag komu þúsundir stuðningsmanna íranskra stjórnvalda saman í árlegum samkomum um allt land. Samkomurnar eru skipulagðar af stjórnvöldum og hafa verið haldnar frá árinu 2009 vegna óaldarinnar sem skók Íran það ár. Íranska ríkisstjórnvarpið sendi út myndbönd af stuðningsmönnunum þar sem þeir bera áróðursborða með stuðningsyfirlýsingum við Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Íran. Fjöldafundir til stuðnings stjórnvöldum voru haldnir í yfir 1.200 borgum og bæjum í Íran um helgina. Ríkissjónvarpið sýndi engar upptökur af hinum „ólöglegu“ mótmælum sem standa yfir um allt land. Segir andstæðinga stjórnvalda standa að baki mótmælunum Eshaq Jahangiri varaforseti Íran hefur gefið í skyn að andstæðingar íranskra stjórnvalda hafi staðið að baki fyrstu mótmælunum. „Sum atvik í landinu undanfarna daga hafa verið undir því yfirskyni að þau snúist um efnahagslegt ástand, en það virðist sem eitthvað annað liggi að baki. Þeir halda að með því að gera þetta muni það skaða ríkisstjórnina, en þetta mun hafa áhrif á aðra,“ sagði Jahangiri í ríkissjónvarpi Íran. Rouhani forseti Íran var endurkjörinn í maí síðastliðnum og hefur ekki staðið við loforð sín um uppbyggingu efnahags landsins.
Mið-Austurlönd Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira