Öryggisgæslan á Manhattan stóraukin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 31. desember 2017 13:33 Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir. Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir.
Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56