Öryggisgæslan á Manhattan stóraukin Nína Hjördís Þorkelsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 31. desember 2017 13:33 Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir. Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Öryggisgæsla á Manhattan í New York hefur verið stórlega aukin vegna gamlárskvölds og hafa verið settir upp stórir steyputálmar nálægt Times Square til að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Embættismenn í New York segjast reikna með að ein milljón manna muni koma saman á Times Square og fylgjast með þegar kristalkúlan sígur niður stöng á toppi byggingarinnar One Times Square á miðnætti, venju samkvæmt. Öryggisgæsla við hefur verið stórlega efld og hefur eitt þúsund öryggismyndavélum verið komið fyrir í og við Times Square. Þá verður metfjöldi lögreglumanna á vakt á staðnum. Steyputálmar sem settir hafa verið upp við torgið eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að fremja hryðjuverk með því að keyra á gangandi vegfarendur. Íbúar New York borgar og ferðamenn á svæðinu virtust þó ekki kippa sér mikið upp við ráðstafanirnar. „Þetta er nauðsynlegt þótt slæmt sé. Ég vil frekar ganga umhverfis tálma en að bíll keyri inn í hóp gangandi fólks,“ sagði einn vegfarenda sem staddur var á Times Square. Maki Haberfeld, prófessor í lögreglufræðum við John Jay College í New York, benti á að lögreglan væri ekki eina löggæslustofnunin sem yrði sjáanleg við Times-torg í kvöld. „Við sjáum ekki aðeins lögregluna í New York heldur einnig aðrar löggæslustofnanir, lögreglu New York ríkis, þjóðvarðliðið og löggæslumenn samgöngumála í borginni verða sýnilegri.“Nístingskuldi í kortunumKuldakast hefur ríkt víða á austurströnd Bandaríkjanna yfir hátíðarnar og spáð er fimbulkulda, eða um tíu stiga frosti, í New York borg í kvöld. Samkvæmt breska dagblaðinu The Guardian hafa borgaryfirvöld ráðlagt fólki sem hyggst vera við Times-torg í kvöld að gæta þess að hylja óvarða líkamshluta og nota húfu, trefil og hanska. Þá vöruðu yfirvöld sérstaklega við áfengisdrykkju enda getur neysla áfengis stuðlað að auknu varmatapi. Slökkviliðsmenn verða í viðbragsstöðu í kvöld og veita læknisaðstoð ef þess þarf en einnig verður veðurfræðingur á vettvangi og mun hann fylgjast grannt með veðrinu. Hátíðahöldin á Times Square fara fram á afgirtu svæði utandyra en þeir sem vilja tryggja sér gott pláss á svæðinu þurfa að mæta talsvert löngu fyrir miðnætti, eða í kringum kvöldmatarleyti. Er því ljóst að þátttakendur í hátíðahöldunum munu þurfa að hírast í kuldanum í nokkrar klukkustundir.
Tengdar fréttir Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Nýárinu fagnað um heim allan Söngatriði á Times Square og stríðsátök í Pakistan. 1. janúar 2015 11:56