Erlent

Leikkonan sem talaði fyrir Daphne í Scooby Doo er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Daphne lenti oft í klandri í þáttunum um Scooby Doo.
Daphne lenti oft í klandri í þáttunum um Scooby Doo.
Bandaríska leikkonan Heather North, sem um árabil ljáði persónunni Daphne rödd sína í þáttum og kvikmyndum um Scooby Doo, er látin, 71 árs að aldri.

BBC hefur eftir heimildum að hún hafi látist á heimili sínu í Los Angeles í lok síðasta mánaðar eftir langvinn veikindi.

North var önnur leikkonan til að tala fyrir Daphne og þreytti frumraun sína í hlutverkinu árið 1970 og hélt því áfram í fjölda verkefna allt til ársins 2003.

North var einnig þekkt fyrir hlutverk sitt í myndinni The Barefoot Executive, þar sem hún lék kærustu persónu Kurt Russell. Þá lék hún einnig í þáttunum Days of Our Lives.

Hún giftist framleiðandanum Wes Kenney árið 1971, en hann lést árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×