Enski boltinn

Carvalhal rekinn frá Wednesday | Báðir þjálfarar farnir sólarhring eftir leikslok

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Carlos Carvalhal fékk uppsagnarbréf í jólagjöf
Carlos Carvalhal fékk uppsagnarbréf í jólagjöf vísir/getty
Carlos Carvalhal var rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday í dag. Brottreksturinn kemur eftir tap Wednesday gegn Middlesbrough á heimavelli í gær.

Báðir knattspyrnustjórar þess leiks hafa því verið reknir, en Garry Monk var látinn fara frá Middlesbrough í gærkvöldi.

Sheffield Wednesday situr í 15. sæti ensku 1. deildarinnar, en Carvalhal kom liðinu í umspil um úrvalsdeildarsæti síðustu tvö tímabil.

Portúgalinn hefur verið hjá félaginu frá því í júní 2015 og unnið 56 af 131 leikjum sínum.

Einn þjálfara liðsins, Lee Bullen, mun vera við stjórnvöllinn til bráðabirgða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×